Fréttir

15.9.2020 : Aflabrögð á fiskveiðiárinu 2019/2020

Fiskistofa hefur tekið saman til bráðabirgða helstu tölur um afla og nýtingu kvóta á nýliðnu  fiskveiðiári sem lauk  31. ágúst sl.

Heildarafli íslenska flotans á fiskveiðiárinu nam rétt rúmlega  einni milljón tonna upp úr sjó. Til samanburðar var aflinn á fyrra ári  rúm 1,1 milljón tonn. Samdráttur í heildarafla milli ára nam um 7,5%.

Athygli vekur  aukinn afli á þorski í íslenskri lögsögu upp á 6,4 þúsun tonn á meðan þorskafli Íslendinga í Barentshafi  dróst saman um 3,8 þúsund tonn.

Uppsjávaraflinn nam 521 þúsund tonnum og samdráttur var í veiði á skel og krabbadýrum. 

Almennt var nýting á kvóta í góðu jafnvægi og sambærileg við undangengin ár. Lesa meira

Fréttasafn


Helstu tenglar

 • Fyrirspurnatorg

  Upplýsingar um afla, kvóta, útgerðir og skip á gagnvirkum síðum.

 • Stjórn fiskveiða

  Upplýsingar um reglur um veiðar, vigtun afla og veiðigjöld.

 • Fiskistofa

  Upplýsingar um starfsemina, störf í boði, útgefið efni.

 • Ár og veiðivötn

  Lax og silungsveiði, fiskirækt og fleira.

 • Þjónustugátt

  Uggi og aðrir sérvefir, VOR og vottorðakerfi ásamt eyðublöðum.

 • Láta vita

  Slysasleppingar, ólöglegar veiðar, landanir, brottkast.

 

Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica