Fréttir

1.4.2020 : Veiði á göngusilungi hefst í dag

Þó veðurspáin sé kuldaleg fyrir næstu daga er vorið samt á næsta leiti. Í dag 1. apríl hefst veiðitímabil fyrir sjógöngusilung. Það er mikilvægt að stangveiðimenn fari að tilmælum vegna sóttvarna við veiðar, eins og í öðru. Muna að hafa alltaf stangarlengd í það minnsta í næsta veiðimann.


Á þessum árstíma gengur sjógöngusilungur til sjávar í ætisleit. Hefst fiskurinn við í nágrenni við heimaá sína yfir sumarmánuði og gengur aftur á hrygningaslóð að hausti. Veiðitímabilinu lýkur 1. október en þá hefst hrygningatíminn.


Mikilvægt er að veiðimenn og veiðifélög virði lögbundinn veiðitíma. Takmörkun á veiðitíma stuðlar m.a. að því að tryggja hagsmuni þjóðarinnar vegna nýtingar á þessari verðmætu auðlind. Fiskistofa hefur eftirlit með því að lögbundinn veiðitími sér virtur og leggur þannig sitt af mörkum til að stuðla að sjálfbærri nýtingu.

Lesa meira

Fréttasafn


Helstu tenglar

 • Fyrirspurnatorg

  Upplýsingar um afla, kvóta, útgerðir og skip á gagnvirkum síðum.

 • Stjórn fiskveiða

  Upplýsingar um reglur um veiðar, vigtun afla og veiðigjöld.

 • Fiskistofa

  Upplýsingar um starfsemina, störf í boði, útgefið efni.

 • Ár og veiðivötn

  Lax og silungsveiði, fiskirækt og fleira.

 • Þjónustugátt

  Uggi og aðrir sérvefir, VOR og vottorðakerfi ásamt eyðublöðum.

 • Láta vita

  Slysasleppingar, ólöglegar veiðar, landanir, brottkast.

 

Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica