Fréttir

5.10.2020 : Mælingar á undirmáli

Komið er til móts við þá sem  fá smáfisk í veiðiferð með því að draga einungis helming af kvótanum af bátnum og vinna þannig gegn brottkasti.  Á móti kemur að þetta fyrirkomulag skapar freistingu til að skrá stærri fisk sem undirmál og minnka þannig kvótafrádráttinn á móti aflanum.


Eftirlitsmenn Fiskistofu hafa reglulega eftirlit með réttmæti skráningar á undirmálsafla bæði á hafnarvog og í vinnsluhúsum.  Þetta er gert með því að taka prufur úr lönduðum undirmálsafla og athuga hvort flokkunin í undirmál standist þær reglur sem um hana gilda.


Fiskistofa hefur tekið saman niðurstöður undirmálsmælinga á undanförnum 5 árum skipt eftir þeim veiðarfærum sem aflinn veiddist á. 


Fiskistofa hyggst á næstunni birta frekai upplýsingar um löndun og skráningu  á undirmálsafla, m.a. verða þar upplýsingar um  hvernig slíkar landanir skiptast eftir höfnum. Lesa meira

Fréttasafn


Helstu tenglar

 • Fyrirspurnatorg

  Upplýsingar um afla, kvóta, útgerðir og skip á gagnvirkum síðum.

 • Stjórn fiskveiða

  Upplýsingar um reglur um veiðar, vigtun afla og veiðigjöld.

 • Fiskistofa

  Upplýsingar um starfsemina, störf í boði, útgefið efni.

 • Ár og veiðivötn

  Lax og silungsveiði, fiskirækt og fleira.

 • Þjónustugátt

  Uggi og aðrir sérvefir, VOR og vottorðakerfi ásamt eyðublöðum.

 • Láta vita

  Slysasleppingar, ólöglegar veiðar, landanir, brottkast.

 

Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica