Afladagbækur

Afladagbækur

Skipstjórum allra fiskiskipa er skylt að halda rafræna afladagbók. Þrátt fyrir þetta ákvæði þá er skipstjórum skipa sem eru undir 10 BT að stærð og fiskiskipa sem eru undir 15 BT að stærð heimilt að halda afladagbók á bókarformi.

Fiskistofa vill vekja sérstaka athygli á eftirfarandi atriðum sem snúa að umsókn og uppsetningu afladagbókarforrits í fiskiskip:

  • Mikilvægt er að tilgreina þann þjónustuaðila sem óskað er eftir að sjái um uppsetningu á rafrænu afladagbókinni um borð. Fiskistofa kemur umsókninni til þess þjónustuaðila sem er valinn.
  • Undanþága frá rafrænni afladagbók. Ef eigendur skipa telja aðstöðu um borð í skipum sínum þannig að ekki sé unnt að færa þar rafræna afladagbók, þá er Fiskistofu heimilt að veita tímabundna undanþágu, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, til að halda afladagbók á bókarformi. Óska skal eftir undanþágu með tölvupósti á  netfangið fiskistofa@fiskistofa.is

Fiskistofa hvetur skipstjórnarmenn til þess að sækja tímanlega um rafræna afldagbók til þess að vera öruggir með uppsetningu um borð áður en farið er til veiða. Fiskistofa hvetur skipstjórnarmenn jafnframt til þess að kynna sér vel reglugerð um afladagbækur.

Reglugerð nr. 746/2016 um afladagbækur

 Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica