Veiðigjöld

Veiðigjald

Fiskistofa leggur á veiðgjöld skv. lögum nr. 74/2012 um veiðigjöld með síðari breytingum og renna gjöldin í ríkissjóð. Sett vour lög nr. 56/2018 um breytingu á lögum nr. 74/2012 þar sem upphæð veiðigjalds á afla var ákveðið fyrir september til desember 2018. Árlega er svo gefin út reglugerð um fjárhæðir og álagningu:

Reglugerð nr. 580/2016 um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalds fiskveiðiárið 2016/2017 Reglugerð nr. 637/2017 um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalds fiskveiðiárið 2017/2018
Reglugerð nr. 310/2018 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 637/2017 um fjárhæð, álagningu og innheimtu veiðigjalds fiskveiðiárið 2017/2018

I. Heildarupphæð álagðs veiðigjalds fiskveiðiárið 2017/2018


 Veiðigjald fiskveiðiárið 2017/2018 
 Upphæð    
 Veiðigjald (heildarálagning) 11,5 milljarður kr.         
 Afsláttur 20% (af fyrstu 4,63 millj. kr. álagðs veiðigj.)   0,1 milljarðar kr.
 Afsláttur 15% (af næstu 4,63 millj. kr. álagðs veiðigj.)   0,2 milljarðar kr.
 Álagt veiðigjald alls 11,2 milljarðar kr.

II. Álagt veiðigjald fiskveiðiárin 2016/2017 og 2017/2018 sundurliðað eftir greiðendum

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur mælt fyrir um birtingu á álögðu veiðigjaldi sundurliðuðu eftir  sjávarútvegsfyrirtækjum:

Veiðigjald er lagt á mánaðarlega og innheimt í öðrum mánuði eftir það.

Álagt veiðigjald fiskveiðiárið 2017/2018 og til áramóta 2018/2019 sundurliðað eftir greiðendum

Leiðréttingar vegna fiskveiðiársins 2017/2018 koma fram í desember 2018 í skjalinu hér að ofan.

Fiskistofa birtir álagt veiðigjald hvers mánaðar fyrir hvert fiskveiðiár. Miðað við afla í lok ágúst fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 nam heildarupphæð álagðs veiðigjalds um 11,2 milljörðum króna og greiðendur voru 959 talsins.

Við áramótin 2018/2019 verður sú breyting að reglur um álagningu veiðigjalds verða ákveðnar fyrir almanaksár í stað fiskveiðiárs áður. Af þeim sökum verður í skjalinu hér að ofan birt mánaðarleg álagning eftir greiðendum frá upphafi fiskveiðiársins 2017/2018  og fram til ársloka 2018.

Þessar skrár eru birtar í almennu upplýsingaskyni - ef frávik reynast vera í þessum upplýsingum frá álagningu á einstök fyrirtæki þá gildir álagningin.

III. Ýmis sundurliðun á veiðigjaldinu

Veiðigjald fiskveiðiárið 2017/2018 sundurliðað eftir útgerðarflokkum og fisktegundum 

Veiðigjald fiskveiðiárið 2017/2018 sundurliðað eftir  stöðum  


Upplýsingar um veiðigjöld fyrri ára
Síða uppfærð 7. nóvember 2018


Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica