Valmynd.
Það er markmið Fiskistofu að nýta vel þau tækifæri sem gefast með rafrænni stjórnsýslu til að auka gagnsæi í störfum stofnunarinnar og bæta samskiptin við almenning og þá sem hafa sérstakra hagsmuna að gæta. Fiskistofa vill því gjarnan fá ábendingar og / eða fyrirspurnir sem varða starfsemi eða verkefni stofnunarinnar.
Með því að fylla inn í reitina hér að neðan er hægt að senda rafræna ábendingu eða fyrirspurn til Fiskistofu. Vinsamlegast gefið upp fullt nafn, veljið tegund ábendingar, og skráið lýsingu. Stjörnumerkta reiti ( * ) er nauðsynlegt að fylla út
* Tegund - Veljið tegund - Fyrirspurn Ábending
* Nafn
* Netfang
Sími
Fyrirtæki
* Lýsing
Viðhengi
Allar ábendingar sem berast Fiskistofu eru metnar og skoðað hvort tilefni er til viðbragða og / eða nánari athugunar. Sá sem ábendingu veitir telst þó ekki sjálfkrafa aðili máls sem á rétt á því að ábending hans verði tekin til meðferðar. Ákvörðun um slíkt er ávallt í hendi Fiskistofu sem og ákvörðun um hvort viðkomandi verða veittar upplýsingar um hvernig Fiskistofa bregst við ábendingu hans eða um stöðu máls að öðru leyti.
Fiskistofa leitast við að svara skjótt og vel öllum þeim fyrirspurnum sem til stofnunarinnar berast. Snúi fyrirspurnin að afla eða aflaheimildum einstakra skipa eða fisktegunda eru þeir sem upplýsinga leita beðnir að kynna sér vef Fiskistofu og hvort þær upplýsingar sem þeir leita eftir sé þar að finna. Vinsamlegast athugið að Fiskistofa getur eingöngu svarað fyrirspurnum þar sem upplýsingar um sendanda og hvernig hafa megi samband við hann fylgja fyrirspurninni og að nokkra daga getur tekið að vinna úr og svara einstökum fyrirspurnum. Við úrvinnslu fyrirspurna er farið eftir upplýsingastefnu Fiskistofu sem má lesa hér