Fyrirspurnir tengdar afla |
Lýsing |
Aflastöðulisti |
Hægt er að velja á milli allra kvótategunda og fá lista yfir afla einstakra skipa í þeirri tegund sem valin var á völdu fiskveiðiári. Niðurstöður sýna úthlutun aflamarks (og bóta) til allra skipa og öll skip sem landað hafa afla í tegundinni auk tilfærslu aflamarks til eða frá einstökum skipum. Eingöngu kvótategundir. |
Afli í línuívilnun |
Sundurliðun eftir fisktegund og tímabilum í línuívilnun, viðmiðunarafli sem er til ráðstöfunar á hverju tímabili og magn veitt upp í hann. |
Afli í makríl |
Upplýsingar um aflaheimildir og afla í makríl eftir skipum. Hægt að sundurliða eftir flokkun heimilda til skipa. |
Afli í rækju
|
Valið er tímabil og ýmist allar tegundir rækju eða ein tegund - þ.e. hinar ýmsu kvótategundir eða úthafsrækja, Kolluálsrækja o.s.frv. Fram kemur afli tímabilsins sundurliðaður eftir bátum.
|
Afli í strandveiðum |
Upplýsingar um heildarafla í strandveiðum og fjölda landana. Hægt að skoða eftir svæðum og tímabilum. |
Afli eftir höfnum |
Valið er tímabil sem sóst er eftir. Niðurstöður sýna afla allra tegunda eða helstu tegunda, eftir því hvort er valið, eftir fisktegundum og höfnum. Hægt er að fá upplýsingarnar á vefsíðu eða i Excel. |
Afli eftir mánuðum |
Valið er tímabil sem sóst er eftir. Heildarafli eftir fisktegundum og mánuðum. Hægt er að fá upplýsingarnar á vefsíðu eða i Excel.
|
Afli eftir útgerðarflokkum |
Valið er tímabil sem sóst er eftir. Niðurstöður sýna afla eftir tegundum skipt á útgerðarflokka, miðað við útgerðaflokkaskráningu Fiskistofu. Hægt er að fá upplýsingarnar á vefsíðu eða i Excel. |
Afli eftir veiðarfærum
|
"Tegund fyrirspurnar" er valin "Allur afli eftir veiðarfærum" og síðan uppphafs- og lokadagsetning þess tímabils sem spyrja á um. Hægt er að fá upplýsingarnar á vefsíðu eða i Excel.
|
Afli einstakra tegunda |
Valið er tímabil (opið val) og fisktegund. Niðurstöður sýna afla í tegundinni sundurliðaðann á veiðiskip. |
Afli úr deilistofnum |
Valin er fisktegund og almanaksár. Niðurstöður sýna afla í tegundinni eftir mánuðum og veiðisvæðum. Hér er hægt að skoða afla í þrski í barentshafi, Flæmingjarækju og Hjaltlandssíld auk deilistofnanna úthafskarfa, kolmunna, NÍ-síldar og makríls.
|
Heildaraflastaða - sundurliðuð eftir aflamarkskerfum |
Heildarstöðumynd yfir afla og heimildir kvótategunda. Hér má sjá heildarafla og aflastöðu hverrar kvótategundar. Hægt er að sækja upplýsingar um heildarstöðu innan lögsögu (fiskveiðiárstegundir), sundurliðað eftir aflamarki eða krókaaflamarki eða úthafsveiðum. |
Landanir eftir höfnum |
Hér er hægt að velja einstaka höfn og tímabil og fá upp landanir skipa í höfninni á tímabilinu, ýmist er aflinn gefinn upp í einni tölu eða sundurliðað eftir tegundum. Hægt er að sækja þessar upplýsingar sem Excel-skjal. |
VS-afli |
Yfirlit yfir VS-afla valins fiskveiðiárs brotið niður á ársfjórðunga og helstur fisktegundir.
|
Afli erlendra skipa
|
Yfirlit yfir afla erlendra skipa eftir þjóðerni í íslenskri lögsögu. Hægt er að skoða frá og með árinu 2014. Á sömu síðu eru samantektir um fyrri ár í Excel-skjölum.
|
Undirmálsafli |
Hér er hægt að sjá landaðan undirmálsefla eftir tegundum og skipum.
|
Meðafli krókabáta
|
Hér má sjá yfirlit yfir meðafla krókaaflamarksbáta eftir fisktegundum og bátum sem leyfilegt er að landa skv. 7. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða og árlegum reglugerðum sem settar eru á þeim grundvelli.
|