Fiskrækt

Fiskrækt

Um fiskrækt

Með fiskrækt er átt við hvers konar aðgerðir sem ætla má að auki fisk í veiðivatni, s.s. slepping seiða og hafbeit til stangveiði. Við fiskrækt þarf að gæta þess að sem minnst röskun verði á vistkerfi fersks vatns og náttúrulegum stofnum laxfiska. Veiðifélög og aðrir veiðiréttarhafar sem ætla að stunda fiskrækt þurfa að gera fiskræktaráætlun til fimm ára í senn. Fiskistofa þarf að samþykkja áætlunina, að fenginni umsögn Veiðimálastofnunar. Í samþykki Fiskistofu koma fram þeir skilmálar sem hún telur nauðsynlega, t.a.m. til að vernda viðkomandi fiskistofn gegn sjúkdómum og erfðablöndun. Á þessari síðu má nálgast eyðublað fyrir fiskræktaráætlanir veiðifélaga hér til hægri.

liggjandi_a_haf


Tungumál síðu
laxogsil-nordura06-2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica