Fiskræktarsjóður

Fiskræktarsjóður

Meginhlutverk sjóðsins er að veita lán og styrki til verkefna sem þjóna þeim markmiðum að efla fiskrækt, bæta veiðiaðstöðu, styðja við rannsóknir í ám og vötnum og auka verðmæti veiði úr þeim. Fiskræktarsjóður lýtur fjögura manna stjórn sem sjávarúvegs- og landbúnaðarráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Tveir nefndarmanna eru skipaðir samkvæmt tilnefningu Landssambands veiðifélaga, einn samkvæmt tilnefningu Landssambands stangaveiðifélaga og einn samkvæmt tilnefningu Landssambands fiskeldisstöðva. Ráðherra skipar formann nefndarinnar. 

Umsóknum um styrki eða lán úr sjóðnum skal skila til formanns Fiskræktarsjóðs á sérstöku eyðublaði (sjá hér að neðan) á eftirfarandi heimilisfang:


Fiskistofa
v/Fiskræktarsjóðs
Borgir v/Norðurslóð
600 Akureyri

Helstu ákvæði varðandi umsóknir og styrkveitingar má finna á verklagsreglu hér til hægri á síðunni.

Fyrstu 20 árin eftir stofnun sjóðsins, sem var lögfestur árið 1970, var eingöngu heimilt að veita styrki til verklegra framkvæmda svo sem eldisstöðva og fiskvega svo nam allt að þriðjungi kostnaðar. Árið 1994 var gerð lagabreyting, sem heimilaði styrkveitingar til annarra verkefna sem stuðla að aukningu og viðhaldi íslenskra laxfiska. Þann 1. janúar 2009 tóku gildi lög nr. 72/2008 um Fiskræktarsjóð sem fela það í sér að meginhlutverk sjóðsins í dag er að veita lán eða styrki m.a. til að efla fiskrækt, bæta veiðiaðstöðu og styðja við rannsóknir í ám og vötnum.


Vakin er sérstök athygli á eftirfarandi:

Með lögum nr. 62/2018, um breytingu á lögum nr. 72/2008, um Fiskræktarsjóð, var lögunum breytt á þann veg að felldar voru brott greinar laganna um álagningu og innheimtu 2% gjalds af tekjum af veiði í ám og vötnum.

Af þessum sökum verður slíkt gjald ekki innheimt héðan í frá. Þetta gildir einnig um álagningu og innheimtu vegna ársins 2017.


Tungumál síðu
laxogsil-nordura06-2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica