Veiðifélög

Veiðifélög

Ákvæði um veiðifélög og starfsemi þeirra er að finna í 37. grein laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði og er hún svohljóðandi: Starfsvettvangur veiðifélags og félagsaðild. “Í því skyni að markmiðum laga þessara skv. 1. gr. verði náð er mönnum skylt að hafa með sér félagsskap um skipulag veiði í hverju fiskihverfi. Hlutverk slíks félags er m.a. eftirfarandi:

  • Að sjá til þess að reglum laga þessara og samþykktum viðkomandi félags um veiðistjórnun og veiðiaðferðir sé framfylgt á félagssvæðinu.
  • Að stunda fiskrækt á félagssvæðinu, eftir því sem þörf krefur, til að tryggja vöxt og viðgang fiskstofna og sjálfbæra nýtingu þeirra.
  • Að skipta veiði eða arði af veiði milli félagsmanna í samræmi við rétt þeirra.
  • Að ráðstafa rétti til stangveiði í fiskihverfi í heild eða að hluta með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi, en þó þannig að gætt sé markmiða laganna um sjálfbæra nýtingu.
  • Að hafa að öðru leyti með höndum verkefni þau sem því eru falin í lögunum og varða framkvæmd þeirra. Félagsmenn veiðifélags eru allir þeir sem skráðir eru veiðiréttarhafar á félagssvæðinu skv. 12. gr., en um atkvæðisrétt þeirra fer skv. 40. gr.

Veiðifélag sem starfar samkvæmt lögum þessum skal taka til allrar veiði í umdæmi félagsins og eftir stofnun þess er öllum óheimilt að veiða í vatni á félagssvæðinu nema samkvæmt heimild frá félaginu. Hafi veiðifélag ráðstafað í heild stangveiði á félagssvæði sínu er einstökum félagsmönnum skylt að veita aðgang að veiðistöðum fyrir landi sínu. Ávallt skulu þeir sem aðgengis njóta gæta þess að valda sem minnstri röskun á hagsmunum félagsmanns

Tveir_veiddir_a_grasi
Finna skip


Tungumál síðu
laxogsil-nordura06-2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica