Veiðieftirlit

Veiðieftirlit

Fiskistofa skipar eftirlitsmenn með veiði í lax- og silungsám þar sem þurfa þykir, enda æski þess veiðifélag eða veiðirétthafar og greiði kostnað af eftirlitinu.

Einnig er heimilt að skipa eftirlitsmenn með því að bann við laxveiðum í sjó sé virt og að lax sé ekki veiddur sem meðafli við aðrar fiskveiðar. Kostnað vegna þessa eftirlits skal greiða úr ríkissjóði. Lax- og silungsveiðisvið skipar ofangreinda eftirlitsmenn og setur þeim fyrirmæli um verkefni og starfsemi í erindisbréfi.

Eftirlitsmenn skulu eiga frjálsa för meðfram ám og vötnum og um netlög í sjó. Þeir hafa vald til að taka upp ólögleg veiðarfæri svo og veiðitæki sem notuð eru á óleyfilegum tíma eða á óleyfilegum stað.

Veiðieftirlitsmenn skulu jafnframt fylgjast með því að flutningar á laxfiskum vegna fiskræktar og milli vatnasvæða fylgi settum reglum og að verklegar framkvæmdir og efnistaka við ár og vötn sé í samræmi við lög.

Nafn Umdæmi Aðsetur Sími
Þorfinnur Snorrason Suðurland Selfoss 854 1138
Rúnar Ragnarsson Vesturland Borgarnes 897 1241

Auk þessara eftirlitsmanna starfar fjöldi veiðieftirlitsmanna á vegum veiðifélaga víða um land.




Finna skip

Tungumál síðu




nordura03a
Þetta vefsvæði byggir á Eplica