Fiskræktaráætlanir

Fiskræktaráætlanir

Samkvæmt lögum nr. 58/2006 ber öllum veiðifélögum eða eigendum veiðiréttar, þar sem ekki er veiðifélag, að gera fiskræktaráætlun fyrir vatnasvæðið, ef fyrirhugað er að stunda fiskrækt með sleppingu sumarseiða eða gönguseiða til að auka og efla fiskgengd.

Hlutverk slíkrar fiskræktaráætlunar, sem gilda skal til fimm ára, er að gera fiskræktina markvissa og tryggja eftir föngum að náttúrulegum laxastofnum stafi ekki hætta af slíkum framkvæmdum. Fiskræktaráætlunin er háð samþykki Fiskistofu, sem skal leita umsagnar hjá Veiðimálastofnun.

Samkvæmt 8. gr. ofangreindra laga er gert ráð fyrir því að nýttur sé stofn úr viðkomandi veiðivatni við fiskrækt en þó getur Fiskistofa veitt undanþágu frá þeirri grunnreglu, ef skortur er á hrygningarfiski á svæðinu og ráðgert er að nýta stofn úr nærliggjandi veiðivötnum með svipað vistkerfi. Að öðru leyti gilda ákvæði greinar 2.2 í reglugerð nr. 105/2000 um flutning og sleppingar laxfiska og varnir gegn fisksjúkdómum og blöndun laxastofna.


Tungumál síðu
nordura03a
Þetta vefsvæði byggir á Eplica