Nýtingaráætlanir

Nýtingaráætlanir

Samkvæmt  ákvæðum  17.- 20., 29. og 30. greinar laga nr. 61/2006 um lax- og
silungsveiði  er  gerð  sú krafa að öll veiðifélög eða veiðiréttahafar, þar
sem  ekki  eru  veiðifélög, skuli setja nánari reglur um veiðiálag, svo sem
stangarfjölda,   netafjölda,   daglegan   og  árlegan  veiðitíma  og  aðrar
takmarkanir  á  afla, veiðarfærum eða beitu, sem nauðsynlegar teljast fyrir
sjálfbæra  nýtingu  fiskstofna.  Þessar  reglur,  sem  nefndar  hafa  verið
nýtingaráætlun,   þarf   Fiskistofa   að   staðfesta   að  fenginni  umsögn
Veiðimálastofnunar.  Sinni  veiðifélög  eða  veiðiréttarhafar  ekki þessari
skyldu sinni getur Fiskistofa að eigin frumkvæði sett slíkar reglur. Reglur
þessar  skulu ná til allra stofna í fersku vatni, svo sem lax, sjóbirtings,
sjóbleikju auk staðbundinna silungsstofna í ám og vötnum og áls.
Eyðublöð vegna nýtingaráætlana er að finna hér til hægri.Tungumál síðu
laxogsil-nordura06-2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica