Veiðiskýrslur

Veiðiskýrslur

Fiskistofa ber ábyrgð á söfnun veiðiskýrslna en Veiðimálastofnun sér um útfærslu þess verkefnis samkvæmt sérstökum samningi. Söfnun og úrvinnsla gagnanna hefur verið hefðbundin að því er varðar stanga- og netaveiði í helstu lax- og sjóbirtingsám landsins en veiðiskýrslur eru enn fábrotnar varðandi stöðuvötn, margar minni háttar ár og netaveiðar á laxi og silungi í sumum jökulvötnum og netaveiðar á silungi í sjó.

Veiðimálastofnun hefur dreift veiðibókum í veiðiár, þar sem um umtalsverða veiði á laxi, sjóbirtingi og sjóbleikju er að ræða. Veiðibókum ber að skila til Veiðimálastofnunar, sem fer með úrvinnslu þeirra fyrir Fiskistofu. Þeir sem netaveiði stunda geta hinsvegar nálgast veiðiskýrslueyðublöð á vefsíðu Fiskistofu undir lax- og silungveiði. Slíkum eyðublöðum skal skila beint til Fiskistofu.med_ongul_i_kjafti

Skýrslur Veiðimálastofnunnar um veiðar á laxfiskum má

nálgast hér.

 

 

 


Finna skip

Tungumál síðu
laxogsil-nordura06-2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica