Spurt og svarað

Spurt og svarað

Svör við fyrirspurnum


Hér er að finna nýjustu skjölin með sérunnum tölulegum upplýsingum til þess að svara fyrirspurnum frá viðskiptavinum Fiskistofu. Eldri svör eru  flokkuð í möppur sem  liggja  neðar á þessari síðu.

Neðan við skjölin eru nokkrar algengar spurningar og svör við þeim.

01. febrúar 2016 - Afli erlendra skipa eftir veiðisvæði og löndunarhöfnum í kolmunna og loðnu 2015

28. janúar 2016 - Afli grænlenskra skipa í íslenskri lögsögu 2015

28. janúar 2016 - Landaður afli íslenskra skipa eftir skipum sem veiddur í Grænlandi 2015

24. janúar 2016 - Millifærslur eftir tegundum og verði 2015/2016

15. janúar 2016 - Kolmunnaafli eftir skipum og veiðarfærum 2015

13. janúar 2016 - Landanir erlendra skipa í höfnum Fjarðabyggðar 2015

04. janúar 2016 - Landanir erlendra skipa á Íslandi 2016

21. desember 2015 - Ráðstöfun á makríl árin 2015 og 2014

21. desember 2015 - Túnfiskafli íslenskra skipa eftir veiðarfærum frá 1999

15. desember 2015 - Afli og fjöldi landanna íslenskra báta í nóvember 2015

02. desember 2015 - Sæbjúgnaleyfi 2015

02. desember 2015 - Landanir erlendra skipa 2015

30. nóvember 2015 - Grásleppa til vinnslu á Vopnafirði 2005 - 2015

23. nóvember 2015 - Landanir aflamarksskipa á Akranesi, Dalvík og Neskaupsstað 1314/1415

20. nóvember 2015 - Strandveiðiafli eftir höfnum 2015

18. nóvember 2015 - Þorskafli eftir flokkum

17. nóvember 2015 - Heildarafli íslenskra skipa og fjöldi landanna í október 2015

13. nóvember 2015 - Heildarafli Bjarts NK (1278) eftir árum

04. nóvember 2015 - Strandveiðiafli eftir höfnum 2014 og 2015

03. nóvember 2015 - Landanir erlendra skipa 2015

03. nóvember 2015 - Kolmunnaafli ísl. skipa eftir svæðum 2013 - 2015

02. nóvember 2015 - Aflahlutdeild stærstu fyrirtækja 2005 - 2010

30. október 2015 - Landaður strandveiðiafli í Norðurfirði 2013 - 2015

29. október 2015 - Afli íslenskra skipa eftir veiðarfærum

15. október 2015 - Afli og fjöldi landanna íslenskra báta í ágúst og september 2015

12. október 2015 - Afli smábáta á fiskveiðiárinu 2014/2015

12. október 2015 - Landaður strandveiðiafi í Fjarðabyggð 2015

12. október 2015 - Fimmtíu stærstu útgerðirnar í krókaaflamarkskerfinu 2013

09. október 2015 - Afli erlendra skipa í loðnu sem veidd er á íslandsmiðum 2015

06. október 2015 - Landaður afli strandveiðibáta á Patreksfirði 2015

01. október 2015 - Kvótaverð í ýsu og þorski frá 1. janúar 2014

11. september 2015 - Túnfiskafli íslenskra skipa eftir fiskveiðiárum

09. september 2015 - Afli eftir skipum og tegundum 2014/2015

09. september 2015 - Landanir grænlenskra skipa á síld hér á landi 2015

07. september 2015 - Afli íslenskra skipa eftir veiðarfærum fiskveiðiárið 2014/2015

07. september 2015 - Landanir erlendra skipa árin 2014 og 2015

02. september 2015 - Afli allra strandveiðibáta á svæði D (2015)

01. september 2015 - Landanir erlendra skipa frá 1. janúar 2015

31. ágúst 2015 - Heildarafli íslenskra skipa eftir útgerðarflokkum fiskveiðiárið 2014/15

24. ágúst 2015 - Afli íslenskra báta í kröbbum árin 2013 - 2015

24. ágúst 2015 - Aflahæstu strandveiðibátarnir 2015

20. ágúst 2015 - Landanir erlendra skipa á makríl

18. ágúst 2015 - Landanir erlendra skipa frá 1. janúar 2015

18. ágúst 2015 - Afli og fjöldi landanna íslenskra skipa frá maí til júlí 2015

17. ágúst 2015 - Afli skipa HB Granda í júní - ágúst 2015

11. júlí 2015 - Afli íslenskra skipa eftir tegundum 2014

08. júlí 2015 - Landanir á Íslandssíld 2014

01. júlí 2015 - Leiguverð á þorski í báðum kerfum frá 1. janúar 2015

21. júní 2015 - Ýmsar tölulegar upplýsingar um sjávarútveg í Grímsey

19. júní 2015 - Afli í gullkarfa eftir svæðum og eftir kvóta fiskveiðiárin 2011/12 til 2013/14

18. júní 2015 - Landanir á þorski og lifur 2014

10. júní 2015 - Þorskafli innan landhelgi eftir kvótaflokki 2007 - 2014

01. júní 2015 - Landanir erlendra skipa frá 1. janúar 2015

28. maí 2015 - Heildarafli íslenskra skipa í mars 2015 eftir veiðarfærum

28. maí 2015 - Landanir í höfnum Fjallabyggðar 2014

21. maí 2015 - Ýmsar upplýsingar um Grímseyjar

19. maí 2015 - Heildarafli íslenskra skipa í apríl 2015 eftir veiðarfærum

15. maí 2015 - Afli skipa eftir árum í kolmunna

05. maí 2015 - Útgerðir eftir aflahlutdeild fiskveiðiárið 2014/15

05. maí 2015 - Landanir erlendra skipa frá 1. janúar 2015

28. apríl 2015 - Afli og aflaverðmæti eftir höfnum Ísafjarðarbæjar 2013

24. apríl 2015 - Makrílafli (uppúr sjó) eftir löndunarhöfnum frá 2006 - 2014

20. apríl 2015 - Landaður afli og aflaverðmæti í Bolungarvíkurhöfn 2014

17. apríl 2015 - Loðnuafli eftir viku á vetrarvertíð 2015

14. apríl 2015 - Leiguverð á ýsu í aflamarkskerfinu frá 2001 til 2015 (14. apríl)

10. apríl 2015 - Makrílafli með handfærum 2009

4. apríl 2015 - Landanir erlendra skipa frá 1. jan. 2015

30. mars 2015 - Afli erlendra skipa í loðnu 2015

25. mars 2015 - Skipting lönguafla eftir veiðarfærum 2014

24. mars 2015 - Afli íslenskra skipa eftir fisktegundum og veiðarfærum 2014

18. mars 2015 - Úthlutun byggð á aflahlutdeild skipa með heimahöfn á Neskaupsstað frá 1999


Hér eru gagnleg og áhugaverð efnisflokkuð svör við fyrri fyrirspurnum


Hér eru möppur með eldri svörum við fyrirspurnum í tímaröð:

folder

folder

folder

Aflaheimildir

Aflatölur

Annað

Algengar spurningar og svör

Starfsfólki Fiskistofu berast ýmsar spurningar daglega. Hér er leitast við að setja fram einföld svör við algengum spurningum. Það skal þó áréttað að ávallt gildir texti sem settur er fram í lögum og reglugerðum hverju sinni sé ósamræmi við þann texta sem hér er settur fram.

Grásleppa

Er hægt að setja grásleppuveiðiréttindi í „geymslu“ eða flytja þau á milli báta?

Eingöngu er hægt að setja leyfin í geymslu í þeim tilvikum sem báturinn sem veiðirétturinn er bundinn við er seldur og grásleppuveiðirétturinn fylgir ekki með í kaupunum. Það er hægt að flytja leyfin á milli báta í ákveðnum tilvikum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum sem finna má upplýsingar um hér.

Hvaða skilyrði eru fyrir því að sækja um grásleppuveiðileyfi og er hægt að fá fleira en eitt leyfi á hvern bát?

Ekki er hægt að fá grásleppuveiðileyfi fyrir nýja báta, nema báturinn komi í stað (leyfið flutt á milli) annars báts sem fyrir hafði grásleppuveiðileyfi og að tilteknar „stæðrarreglur“ séu uppfylltar. Bátur getur aðeins haft eitt grásleppuveiðileyfi í senn.

Hvað eru veiðileyfi til grásleppuveiða gefin út til margra daga á hverri vertíð?

Fjöldi veiðidaga er ákvðinn með útgáfu reglugerðar ár hvert.  Undanfarin ár hefur  fjöldi veiðidaga verið 30. Leyfið er bundið við ákveðið veiðisvæði. Sjá nánar hér.

Er heimilt að stunda aðrar veiðar samhliða grásleppuveiðum?

Nei, á grásleppuveiðum má eingöngu stunda netaveiðar á grásleppu. Krókabátum er í sömu veiðiferð óheimilt að stunda veiðar á grásleppu eða rauðmaga og aðrar veiðar með krókaveiðarfærum.

Fiskveiðistjórnunarkerfið

Hvaða reglur gilda um eignarhald erlendra aðila í íslenskum útgerðarfélögum og fiskvinnslum?

Reglur um eignarhald erlendra aðila eru nokkuð flóknar og ítarlegrar. Í mjög einfölduðu máli er almenna reglan sú að erlendir aðilar mega eiga allt að 25% í íslenskum útgerðafélögum og fiskvinnslum. Í ákveðnum undantekningatilvikum má eignarhlutfall erlendra aðila vera 33%. Sjá nánar lög nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri og athugasemdir með frumvarpi sem varð að þeim lögum.

Þarf samþykki veðhafa fyrir flutningi aflahlutdeilda og aflamarks?

Sé flutt aflahlutdeild þarf almennt samþykki þeirra sem eiga samningsveð í fiskiskipinu. Ólíkar reglur gilda þó um það eftir því hvenær til samningsveðsins var stofnað. Gagnvart Fiskistofu þarf ekki sérstakt samþykki veðhafa fyrir flutning aflamarks en það getur þurft vegna annarra samninga sem eigandi fiskiskips hefur gert varðandi aflaheimildir sem bundnar eru við skipið sem til stendur að flytja þær frá.

Má skip sem hefur leyfi til veiða í atvinnuskyni stunda tómstundaveiðar?

Já. Öllum er heimilt að stunda veiðar til eigin neyslu á sjóstöng eða með handfærum án sjálfvirknibúnaðar. Sé hlutaðeigandi bátur eða skip með leyfi til veiða í atvinnuskyni þarf þó að tilkynna slíkar tómstundaveiðar til Fiskistofu áður en haldið er í veiðiferð.

Við hvað miðast fjárhæð sérstaks gjalds sem lagt er á vegna „umframafla“ og annars ólögmæts sjávarafla?

Andvirði gjaldsins miðast við andvirði þess afla sem gjaldskyldur er. Það er því ekki miðað við andvirði þess aflamarks sem færa hefði þurft til skips til að afli þess hefði ekki verið umfram aflamark skipsins.

Geta öll fiskiskip nýtt sér heimild til að flytja aflamark milli fiskveiðiára og til að veiða umfram aflamark sitt á fiskveiðiári þannig að sá umframafli dragist frá við úthlutun aflamarks næsta fiskveiðiárs á eftir?

Nei. Það er skilyrði fyrir því að unnt sé að nýta þessar heimildir að viðkomandi fiskiskip hafi nægilega aflahlutdeild í viðkomandi tegundum. Að sama skapi minnka eða aukast umræddar heimildir fiskiskips eftir því hvort aflahlutdeild er flutt frá eða til þess. Á vef Fiskistofu er hægt að nálgast upplýsingar um heimildir sem hvert og eitt skip hefur til þessa á hverjum tíma.

Fiskeldi

Hvaða gögn eiga að fylgja umsókn um rekstrarleyfi til fiskeldis?

Í umsókn um rekstrarleyfi þurfa að koma fram upplýsingar um eignaraðild að eldisstöð, fagþekkingu umsækjanda, eldistegundir og fyrirhugaða framleiðslu. Einnig skulu þar gefnar upplýsingar um afnotarétt lands, vatns og sjávar, áætlun um fjármögnun og rekstraráætlun. Jafnframt skulu fylgja umsókn um leyfi gilt starfsleyfi og álit Skipulagsstofnunar varðandi mat á umhverfisáhrifum þegar um stærri stöðvar er að ræða. Fiskistofa gerir jafnframt kröfu um að endurskoðandi staðfesti að rekstraráætlun fyrirtækisins og áætlun um fjármögnun séu réttar miðað við gefnar forsendur.

Hvenær þarf að meta hvort mat á umhverfisáhrifum sé nauðsynlegt?

Sjókvíaeldisstöðvar og strandstöðvar með frárennsli í sjó þurfa að fá það metið sé fyrirhuguð ársframsleiðsla eldisins yfir 200 tonn. Sé aftur á móti frárennsli frá stöðinni í ferskvatn er miðað við yfir 20 tonna framleiðslu. Skipulagsstofnun tekur ákvörðun um hvort umhverfismat eigi að fara fram eða ekki.

Hver er almennur gildistími rekstrarleyfa?

Almenna reglan er sú að Fiskistofa gefur út rekstrarleyfi til 10 ára í senn ef umsókn telst fullnægjandi. Þó getur Fiskistofa gefið út leyfi til skemmri tíma ef vistfræðileg rök mæla með því. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum getur Fiskistofa afturkallað rekstrarleyfi til fiskeldis.

Hvað gerist ef fiskeldisstöðvar gerast brotlegar við reglur um fiskeldis?

Fiskistofa hefur heimild til að afturkalla rekstrarleyfi, ef brotið er gegn lögunum eða reglugerðum þeim tengdum, skilyrðum rekstrarleyfis er ekki fullnægt eða fiskur sleppur ítrekað frá eldisstöð. Við alvarlegri brot sem t.d. eru tilkomin vegna rangra upplýsinga til Fiskistofu eða vegna athafna eða athafnaleysis getur það varðað stjórnarmenn og framkvæmdarstjóra rekstrarleyfishafa sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, ef sakir eru miklar.

Getur Fiskistofa gefið út ótakmarkaðan fjölda af rekstrarleyfum til fiskeldis?

Útgáfa rekstrarleyfa er háð mati í hverju tilfelli fyrir sig og getur sætt ýmsum takmörkunum, m.a. hvað varðar fjarlægð á milli eldisstöðva, ákvarðana um framleiðslugetu tiltekinna svæða eftir umhverfismat o. fl.

Lax- og silungsveiði

Hverjar eru þær framkvæmdir, sem Fiskistofa veitir heimildir fyrir samkvæmt 33. gr. laga um lax- og silungsveiði?

Fiskistofa veitir heimild fyrir öllum þeim framkvæmdum í og við ár og vötn, sem telja má að haft geti áhrif á afkomu fiskistofna, lífríki í vatninu eða fiskgengd. Helstu slíkar framkvæmdir eru: Öll malartekja í og við ár, allt að 100 metra frá bakka, bygging laxastiga og sleppitjarna fyrir seiði, miðlunarmannvirki og smávirkjanir, veiðistaðagerð og viðgerðir á veiðistöðum, bakkavarnir og ýmsar aðrar framkvæmdir við ár og vötn.

Hvernig á að skila umsóknum til Fiskistofu vegna framkvæmda og er krafist einhverra umsagna eða viðbótarupplýsinga?

Umsækjandi getur fundið sérstök umsóknareyðublöð á vef Fiskistofu, sem hægt er að fylla út og prenta. Samkvæmt lögum þarf umsóknaraðili að leita eftir umsögn sérfræðings í veiðimálum varðandi líkleg áhrif framkvæmdanna á lífríki viðkomandi ár eða stöðuvatns. Jafnframt þarf umsögn viðkomandi veiðifélags að fylgja umsókn framkvæmdaaðila ásamt heimild landeigenda. Umsóknir eru ekki afgreiddar frá Fiskistofu nema lögboðnar umsagnir hafi borist og eru skil á þeim alfarið á ábyrgð framkvæmdaaðila.

Hvað eru heimildir veittar til langs tíma?

Gildistími slíkra leyfa er ekki lögákveðinn en eðli málsins samkvæmt eru heimildir vegna mannvirkja ekki tímabundnar en heimildir vegna malartekju gilda almennt til eins árs í einu. Teljist áhrif framkvæmdanna á lífríki óveruleg eða ef um árvissar minni háttar framkvæmdir er að ræða er mögulegt að veita heimildir til nokkurra ára.

Eru einhver viðurlög við því, ef heimilda er ekki leitað vegna framkvæmda?

Viðurlög koma fram í 8. kafla laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði en þar er tilgreint að brot á lögunum varði sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, ef sakir eru miklar.

Vigtun og skráning

Hvað þarf að gera til þess að fá vigtunarleyfi frá Fiskistofu?

Þrjú meginatriðin eru þau að til staðar sé löggilt vog, löggiltur vigtarmaður og vinnsluhús eða fiskmarkaður með vinnsluleyfi, útgefið af Matvælastofnun. Ítarlegri lista um skilyrði og kröfur sem þarf að upfylla er að finna í reglugerð nr. 224/2006, um vigtun og skráningu sjávarafla.

Hvað þarf að gera gera til þess að fá löggildingu sem vigtarmaður?

Neytendastofa annast námskeiðahald fyrir þá sem vilja fá löggildingu sem og löggildingu vigtarmanna. Allar upplýsingar um námskeið til löggildingar sem vigtarmaður er að finna á heimasíðu Neytendastofu.

Hvað þarf að gera þegar vigtunarleyfishafi flytur starfsemi sína?

Vigtunarleyfi er bundið við húsnæði leyfishafa sem gerir það að verkum að við flutning á starfsemi fellur leyfi úr gildi og aðili verður að sækja um það að nýju til Fiskistofu.

Hvernig skal bregðast við þegar kar kemur til endurvigtunar með annarri fisktegund en tilgreind er á vigtarnótu frá hafnarvog?

Þegar slíkt gerist skal löggiltur vigtarmaður eða vigtunarleyfishafi kalla til hafnarvigtarmann og/eða eftirlitsmann frá Fiskistofu og fá þá til þess að staðfesta að um ranga fisktegund sé að ræða og þegar endurvigtunarnótu er skilað til löndunarhafnar skal staðfesting eftirlitsmanns eða hafnarvigtarmanns þar að lútandi fylgja með nótunni.

Hvað er hægt að gera ef endurvigtunarnóta berst of seint til löndunarhafnar?

Unnt er að óska eftir leiðréttingu með því að senda Fiskistofu skriflega beiðni með skýringum.

Línuívilnun

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá að njóta reglu um línuívilnun við skráningu afla?

Það eru ákveðnar reglur um landbeitningu línunnar, tímalengd veiðiferðar, tilkynningakerfi og tilkynningaskyldu báts sem og vigtun og skráningu aflans. Lesa má um þessar reglur hér. Ef öll þessi skilyrði eru uppfyllt en þó hefur ekki af einhverjum ástæðum verið tekið tillit til reglu um línuívilnun við skráningu aflans er unnt að hafa samband við Fiskistofu sem fer yfir málið og leiðréttir skráningu ef tilefni er til.

Á hvaða tegundir er unnt að fá línuívilnun skráða?

Þorsk, ýsu og steinbít.

Geta öll skip sem stunda línuveiðar notið línuívilnunar?

Já, ef farið er öllum að þeim reglum og skilyrðum sem eiga við um línuívilnunina.

Hvað hefur regla um línuívilnun mikil áhrif á skráningu landaðs afla?

Dagróðrabátar sem stunda veiðar með landbeitta línu fá 20% umfram þann afla sem reiknast til aflamarks og dagróðrabátar sem stunda veiðar með línu, sem er stokkuð upp í landi, fá 15% umfram þann afla sem reiknast til aflamarks.

Flutningur aflaheimilda

Má flytja krókaaflamark frá krókaaflamarksskipi til aflamarksskips?

Nei eingöngu má færa aflamark úr aflamarkskerfinu til krókaaflamarksskipa og verður krókaaflamarksskip sem flutt er til að vera undir 15 brúttótonnum og hafa veiðileyfi í krókaaflamarkskerfi. Hvaða gögn þurfa að fylgja tilkynningum til Fiskistofu um flutning aflahlutdeilda ? Upplýsingar um þau gögn sem þurfa að fylgja tilkynningunni má fá á þessari síðu.

Strandveiðar

Hvar er hægt að fá afladagbækur fyrir strandveiðuibáta og hvernig á að fylla þær út?

Best er að hringja í afgreiðslu Fiskistofu og biðja um afladagbók. Viðkomandi er þá beðinn um þær upplýsingar sem þarf til að afgreiða bókina. Fremst í afladagbókinni er að finna nákvæmar leiðbeiningar um hvernig á að fylla hana út. Aftast í afladagbókinni er svo að finna númer löndunarhafna.

Hvernig er „umframafli“ í strandveiðum gerður upp?

Gjald er lagt á afla í samræmi við hlutfallslega skiptingu afla eftir tegundum. Gjaldið nemur því meðalverði sem fengist hefur fyrir samsvarandi afla á fiskmörkuðum á þeim tíma og tímabili þegar hann barst að landi.

Hvað gerist ef veitt er umfram leyfilegan afla á strandveiðum?

Þegar Fiskistofa hefur fengið upplýsingar um að bátur hafi landað umframafla, er send tilkynning um umframaflann til viðkomandi og fær hann tækifæri til þess að koma að andmælum og skýringum telji hann upplýsingar Fiskistofu rangar. Komi ekki fram andmæli eða athugasemdir er sendur álagningarseðill til útgerðaraðila hlutaðeigandi báts sem og greiðsluseðill auk þess sem greiðslan birtist í heimabanka viðkomandi. Komi hins vegar fram andmæli frá aðila skoðar Fiskistofa gögn málsins. Reynist upplýsingar eða forsendur Fiskistofu rangar leiðréttir Fiskistofa þær og sendir hlutaðeigandi leiðrétta tilkynningu og síðan nýjan álagningarseðil ef tilefni er til þrátt fyrir leiðréttingu.

Hvenær má strandveiðibátur hefja róður?

Það má fara út í róður kl. 24:00 og síðar en róðurinn má ekki vera lengri en 14 klst. og landa skal öllum afla í lok veiðiferðar. Aðeins má fara í eina veiðiferð á hverjum degi.

Má fara í róður frá einni höfn en landa afla í annarri höfn?

Það er ekki ákvæði í reglum um að strandveiðibátur skuli koma aftur með afla til löndunar í sömu höfn og farið er í róður frá, en það verður að landa afla bátsins í höfn innan þess svæðis sem strandveiðileyfi hans miðast við.

Byggðakvóti

Hverjir geta fengið byggðakvóta?

Almenna reglan um hverjir eigi rétt á byggðakvóta er að þeir eiga réttinn sem eiga bát sem skráður er í byggðarlaginu þann dag sem reglugerð sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um byggðakvóta miðar við (hefur verið breytilegt á undanförnum árum). Eigandi eða útgerðaraðili þarf að eiga lögheimili í sveitarfélaginu sama dag og báturinn þarf að vera með almennt veiðileyfi í lok umsóknarfrests. Byggðakvótinn skiptist svo á milli báta eftir ákveðnum reglum.

Hvenær á að sækja um byggðakvóta?

Þegar auglýst hefur verið eftir umsóknum í viðkomandi byggðarlagi er umsóknarfrestur 14 dagar. Ekkert er þó því til fyrirstöðu að sótt sé um byggðakvóta fyrr þótt ekki hafi enn verið auglýst eftir umsóknum fyrir viðkomandi byggðarlag. Umsóknir sem berast Fiskistofu eftir að umsóknarfresti er lokið koma ekki til greina við úthlutun kvóta.

Hvernig er sótt um byggðakvóta?

Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á vef Fiskistofu (fiskistofa.is) og skulu þau síðan send Fiskistofu í pósti eða með faxi.

Hvenær er byggðakvótanum úthlutað?

Þegar umsóknarfrestur er liðinn reiknar Fiskistofa skiptingu byggðakvóta viðkomandi byggðarlags milli þeirra sem sótt hafa um kvóta og tilkynnir umsækjendum um skiptinguna bréflega. Almenna reglan er að landa þarf til vinnslu í byggðarlaginu tvöföldu því magni sem kemur í hlut bátsins. Að þeim skilyrðum uppfylltum úthlutar Fiskistofa byggðakvótanum til bátsins.

Veiðileyfi

Er heimilt að veiða án veiðileyfis?

Heimilt er án sérstaks leyfis að stunda fiskveiðar í tómstundum til eigin neyslu. Slíkar veiðar er einungis heimilt að stunda með handfærum án sjálfvirknibúnaðar. Afla, sem veiddur er samkvæmt þeirri heimild, er óheimilt að selja eða fénýta á annan hátt.

Hverjir geta fengið almennt leyfi til veiða í atvinnuskyni?

Þau skip sem eru með gilt haffærisskírteini, eru á skipaskrá Siglingastofnunar Íslands eða sérstakri skrá hennar fyrir báta undir 6 m og erlendir aðilar eiga ekki eða hlut í eða í útgerð bátsins, umfram tiltekin mörk (sjá annað svar í spurt og svarað).Fiskskip og bátar sem hafa verið úreltir með greiðslu úr Þróunarsjóði geta ekki fengið leyfi til veiða í atvinnuskyni.

Hvernig er sótt um veiðileyfi?

Hægt er að sækja um leyfi rafrænt á vef Fiskistofu með því að nota þjónustugáttina Ugga sem er að finna á forsíðu vefjar Fiskistofu.

Hvað gildir almennt veiðileyfi lengi?

Almennt veiðileyfi er ótímabundið en leyfið fellur þó niður hafi fiskiskipi ekki verið haldið til veiða í atvinnuskyni í tólf mánuði eða lengur.

Hver er munurinn á veiðileyfi með aflamarki og krókaaflamarki?

Skip með krókaaflamark má einungis stunda veiðar með handfærum eða línu. Þó geta bátar með krókaaflamarksveiðileyfi fengið leyfi til veiða á rauðmaga og grásleppu í net og til ígulkeraveiða.

Er hægt að skipta um tegund leyfis til veiða í atvinnuskyni hvenær sem er?

Á sama fiskveiðiári getur skip aðeins haft eina gerð veiðileyfis. Ef ætlunin er að skipta um tegund veiðileyfis, þarf að sækja um það til Fiskistofu tímanlega fyrir fiskveiðiáramót.Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica