Um Fiskistofu

Um Fiskistofu

""

Fiskistofa er stjórnsýslustofnun sem heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Fiskistofustjóri er Eyþór Björnsson.

Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru á Akureyri. Þangað fluttust þær 1. janúar 2016.

Afgreiðsla og póstfang Fiskistofu verður enn um sinn í Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði, sími 569 7900.

Um starfsemi Fiskistofu gilda lög nr. 36/1992 um Fiskistofu, með síðari breytingum. Fiskistofa annast stjórnsýsluverkefni á sviði sjávarútvegsmála, lax- og silungsveiði, hvalveiða o.fl. Hlutverk Fiskistofu er jafnframt að safna upplýsingum um framangreinda málaflokka.

Hér á síðunni er hægt að fræðast nánar um starfsemi einstakra sviða Fiskistofu og verkefni þeirra.


Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica