Afli og aflaverðmæti

Afli, kvótaívilnanir og aflaverðmæti

Fiskistofa á samstarf við löndunarhafnir um vigtun og skráningu landaðs afla. Niðurstöður vigtunar á afla eru skráðar í aflaskráningarkerfið GAFL (Gagnagrunn Fiskistofu og Löndunarhafna). Þetta gera starfsmenn löndunarhafna og eru upplýsingarnar sendar jafnóðum á rafrænu formi í gagnagrunn Fiskistofu. Í GAFLinum hefur Fiskistofa ávallt nýjustu fáanlegar upplýsingar um afla og fylgist náið með aflaheimildum einstakra skipa. Á fiskveiðiárinu 2016/2017 voru 52.072 landanir skráðar í aflaskráningarkerfið. Þetta er 3.749 færri landanir en á fyrra ári sem er fækkun um 6,7%.

 

Bolungarvík er sú höfn þar sem flestar landanir fóru fram á síðasta fiskveiðiári eða 3.798 talsins. Þeim fækkaði um 449 frá fiskveiðiárinu 2015/16. Næst kemur Sandgerði með 2.516 landanir og Ólafsvík með 2.412 landanir.


Upplýsingar um aflaverðmæti og ráðstöfun afla eru fengnar úr vigtar- og ráðstöfunarskýrslum sem kaupendur sjávarafla skila til Fiskistofu. Í þeim tilgangi hefur stofnunin tekið upp rafrænt kerfi þar sem skýrslum er skilað í gegnum vefviðmót.  Það kerfi  kemst í fulla notkun á fyrsta ársfjórnungi 2018. Aflaverðmæti þorsks á síðasta fiskveiðiári nam tæpum 50,2 milljörðum króna sem er verulegur samdráttur úr rúmum 63 illjörðum á fyrra fiskveiðiári. Verðmæti ýsuaflans dróst saman um rúma tvo milljarða. Aflaverðmæti makríls um 300 milljónir eftir samdrátt undanfarin ár. Aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa var samtals tæpir 105 milljarðar króna og dróst saman um 26 milljarða milli fiskveiðiára.

 

Á fiskveiðiárinu 2016/2017 fór að venju mestur hluti þorskaflans í landfrystingu eða tæpt 91 þúsund tonn (36,4%). Næst mest fór ísað í flug eða tæp 64 þúsund tonn (25,6%). Þessi ráðstöfun á þorskaflanum hefur aukist verulega á síðastlinum árum. Tæp 44 þúsund tonn fóru í söltun sem er verulegur samdráttur. Af makrílaflanum fóru um 55% í landfrystingu samanborið við 49% á fyrra ári. Um 29% makrílaflans voru sjófryst samanborið við 26% á fyrra ári. Tæp 23 þúsund tonn af makríl fóru í bræðslu samanborið við 37 þúsund tonn á vertíðinni 2016.

 

Hér er skjal með töflum yfir afla í helstu botnfisktegundum og ókvótabundnum tegundum, ásamt aflaverðmæti og hestu ráðstöfun nytjastofna

 

Frekari upplýsingar - Allur kaflinn  í prentvænni útgáfu

Fyrri kafli  -  Valmynd Ársskýrslu  -  Næsti kafli

Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica