Álagning og innheimta

Álagning og innheimta

Fiskistofa annast álagningu og innheimtu veiðigjalda, skv. lögum um veiðigjöld nr. 74/2012 og gjalds vegna ólögmæts sjávarafla, skv. lögum nr. 37/1992. Hingað til hefur Fiskistofa innheimt fiskræktarsjóðsgjalds en það hefur verið lagt niður.


Veiðigjald

Veiðigjald er lagt á landaðan afla og er það innheimt mánaðarlega fyrir næstliðinn mánuð. Veiðigjald er tiltekin krónutala á hvert kg landaðs afla, mismunandi eftir fisktegundum. Sjá álögð veiðigjöld í töflu 9.1.


Ólögmætur sjávarafli

Fiskistofa leggur á gjald vegna ólögmæts sjávarafla á grundvelli laga nr. 37/1992 og annast innheimtu gjaldsins f.h. Verkefnasjóðs sjávarútvegsins (tafla 9.2). Við almenna álagningu gjaldsins er fiskveiðiárinu skipt í fjögur þriggja mánaða tímabil og hvert tímabil er gert upp sér. Fiskistofa hefur einnig með höndum álagningu gjalds vegna ólögmæts afla strandveiðibáta. Þegar um strandveiðar ræðir er lagt á gjald sem nemur verðmæti þess afla sem er umfram 650 þorskígildiskíló í veiðiferð. Gjaldinu er skipt hlutfallslega eftir tegundum. Álagning fer fram mánaðarlega. Tilkynningar um álagningu vegna strandveiða á árinu 2018 voru alls 1.089 og fækkaði um 76 frá 2017 eða um rúmlega 6,5%. Nam upphæð gjaldsins sem lagt var á 26,2 milljónum kr. sem er hækkun upp á 2,7 miljónir eða tæp 11,8%. Í töflu 9.3 má sjá fjölda báta sem fengu álagningu eftir mánuðum og upphæð þess gjalds sem lagt var á þá. 


Nánari uppýsingar  um veiðgjöld er að finna á sérstakri síðu á vef Fiskistofu.


Upplýsingasíða um veiðigjöld

 

Frekari upplýsingar - Allur kaflinn  í prentvænni útgáfa

Fyrri kafli  -  Valmynd Ársskýrslu  -  Næsti kafli

 


Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica