Meðferð mála og úrskurðir

Meðferð mála og úrskurðir

Fiskistofa annast framkvæmd laga um stjórn fiskveiða og eftirlit með fiskveiðum, svo sem nánar er kveðið á um í lögum. Veiðieftirlitsmenn stofnunarinnar sinna eftirlitsstörfum á vettvangi, en hluti af eftirlitinu fer fram með rafrænum hætti. Þegar grunur vaknar um að brot hafi verið framið gegn fiskveiðistjórnunarlöggjöfinni er málinu jafnan skotið til lögfræðisviðs Fiskistofu til framhaldsmeðferðar, verði málinu ekki lokið með einfaldari hætti.


Brotamál

Á árinu 2019 vaknaði grunur um brot gegn lögum og reglum á sviði fiskveiðistjórnunar í rúmlega 1.900 tilvikum. Þar af voru 530 mál vegna vanskila á afladagbókum. Tæplega 1.200 mál voru til afgreiðslu vegna veiða umfram eða án aflaheimildar, en þau teljast, strangt til tekið, ekki öll til beinna brotamála. Í töflu 8.1 má sjá sundurgreiningu á tegundum brotamála.Við skoðun á yfirliti yfir brotamál og meðferð mála skal hafa íhuga að sum mál eru þess eðlis að í einu og sama málinu getur komið inn á fleiri en einn brotaflokk og í sumum tilfellum eru mál sameinuð. Slíkt getur skekkt tölfræðina.


Meðferð mála

Á árinu 2019 var 155 málum vísað til lögfræðisviðs til frekari meðferðar, þar sem grunur lék á að brot hefði verið framið gegn fiskveiðistjórnarlöggjöfinni. Málsmeðferð lauk í 143 þeirra á árinu, auk 51 annarra mála sem ólokið var frá fyrra ári. Við árslok 2019 voru 12 mál enn til meðferðar hjá lögfræðisviði frá árinu 2019 ásamt 2 frá árinu 2018. Meðferð brotamála getur lokið með ýmsum hætti. Málsmeðferð kann að vera hætt þannig að ekkert verði aðhafst þegar ekki er talið tilefni til beitinga viðurlaga og er þá mál fellt niður. Í einhverjum tilfellum lýkur veiðieftirlitssvið málum með leiðbeiningu til útgerðar. Eftir að málum hefur verið vísað til lögfræðisviðs getur þeim lokið með beitingu stjórnsýsluviðurlaga, sem eftir atvikum geta falið í sér áminningu, veiðileyfissviptingu eða afturköllun vigtarleyfis. Lítill hluti brotamála er kærður til lögreglu.

Í töflu 8.2 er að finna yfirlit yfir tegundir brotamála sem til meðferðar voru ásamt upplýsingum um málalok.


 Frekari upplýsingar - Allur kaflinn  í prentvænni útgáfu             

Fyrri kafli  -  Valmynd Ársskýrslu  -  Næsti kafli


Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica