Meðferð mála og úrskurðir

Meðferð mála og úrskurðir

Þessi síða hefur ekki veirð uppfærð fyrir 2017

 

Fiskistofa annast framkvæmd laga um stjórn fiskveiða og eftirlit með fiskveiðum, svo sem nánar er kveðið á um í lögum. Veiðieftirlitsmenn stofnunarinnar sinna eftirlitsstörfum á vettvangi, t.d. um borð í fiskiskipum, í höfnum og í fiskvinnslum. Hluti af eftirlitinu fer fram með rafrænum hætti og er sá hluti í höndum starfsfólks á skrifstofu Fiskistofu.

Brotamál

Á árinu 2016 vaknaðir grunur um brot gegn lögum og reglum á sviði fiskveiðistjórnunar í rúmlega 950 tilvikum. Þar af voru 657 mál vegna vanskila á afladagbókum. Í töflu 8.1. má sjá sundurgreiningu á tegundum brotamála.

 

Meðferð mála

Meðferð brotamála getur lokið með beitingu viðurlaga á stjórnsýslustigi, sem eftir atvikum fela í sér áminningu, veiðileyfis-sviptingu eða aftur-köllun vigtunarleyfis. Hluti brotamála er kærður til lögreglu. Minni háttar málum er í mörgum tilvikum lokið með svokölluðum leiðbeiningarbréfum þar sem lagt er fyrir aðila að fara framvegis að reglum, en ekki talið tilefni til frekari aðgerða að sinni. Í töflunni um meðferð mála er að finna yfirlit yfir viðurlög brotamála á árinu. Í töflunni eru enn fremur að finna tölur um veiðileyfissviptingar vegna veiða umfram aflamark og vegna vanskila á gjöldum.

 

Medferd_mala


Frekari upplýsingar - Allur kaflinn  í prentvænni útgáfu

Fyrri kafli  -  Valmynd Ársskýrslu  -  Næsti kafli

Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica