Rekstraryfirlit

Rekstraryfirlit

Samkvæmt rekstraryfirliti Fiskistofu námu gjöldin á árinu 2018 986,8 milljónum króna.

Hæsti útgjaldaliður stofnunarinnar eru laun og launatengd gjöld eða um 70% af heildarútgöldum. Húsnæðiskostnaður nam 87,9 millj., en Fiskistofa borgaði 100,5 millj. í húsaleigu, en fékk á móti húsaleigutekjur upp á 12,6 millj vegna framleigu á hluta húsnæðisins í Dalshrauni í Hafnarfirði til Matvælastofnunar. Aðkeypt þjónusta er um 9,45% af heildarútgjöldum eða 93,2 millj., ferða og fundakostnaður 63,3 millj. sem er um 6,42% af heildarkostnaði. Sjá nánar á meðfylgjandi mynd yfir skiptingu gjalda Fiskistofu.

Varanlegir rekstrarfjármunir eru í dag eignfærðir og afskrifaðir í takt við endingartíma í stað þess að vera gjaldfærðir á kaupári eins og var fyrir 2017. Einnig er nú tekið tillit til orlofsskuldbindingar.

Helstu eignakaup Fiskistofu á árinu 2018 voru kaup á tveimur bifreiðum, en á móti voru seldar tvær bifreiðar frá árinu 2010.


Framlag ríkisins til Fiskistofu á árinu 2018 var ríflega 862,9 milljónir sem skiptist í framlag til rekstrar kr. 844,3 millj. og framlag til afskrifta kr. 18,6 millj. Tekjur stofnunarinnar námu 116,4 millj. Tekjurnar skiptast í sértekjur og aðrar rekstrartekjur, en markaðar tekjur renna beint til ríkissjóðs. Sértekjur Fiskistofu á árinu 2018 námu 34,9 milljónum, en aðrar rekstrartekjur voru tæplega 81,5 milljónir.

Tap varð á rekstri stofnunarinnar upp á 7,5 millj., sem er þó mun lægra en áætlað hafði verið. Eigið fé rýrnar því aðeins og var í árslok 2018 ríflega 71 milljón.

Frekari upplýsingar - Allur kaflinn  í prentvænni útgáfu


Fyrri kafli  -  Valmynd Ársskýrslu  -  Lokakafli

 

 

 

 


Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica