Rekstraryfirlit

Rekstraryfirlit

Samkvæmt reikningum stofnunarinnar námu gjöldin á árinu 2017 rúmlega 1.001,5 milljónum króna. Hæsti útgjaldaliður stofnunarinnar eru laun og launatengd gjöld 73,3% af heildarútgöldum. Húsnæðiskostnaður var 9,97%, ýmiss kostnaður vegna þjónustu s.s. síma, prentun, póst-, tölvu- og kerfisfræðiþjónustu 6,67% og ferða-, funda- og dvalarkostnaður 5,94% og aðrir kostnaðarliðir 4,12%.

Tekjur stofnunarinnar námu 100,5 millj. Tekjurnar skiptast í sértekjur og aðrar rekstrartekjur, en markaðar tekjur renna nú beint til ríkissjóðs, en runnu áður til stofnunarinnar. Samhliða þessum breytingum eru nú nokkrir tekjuliðir sem flokkast undir aðrar rekstrartekjur, en voru flokkaðir með mörkuðum tekjum áður. Þar eru stærstu tekjuliðirnir eftirlit í lögsögu Íslands 35,9 millj. og flutningur á aflamarki og aflahlutdeild ásamt tilkynningu um stöðu aflaheimilda um 23,3 millj.

Hagnaður ársins 2017 nam tæplega 2,9 milljónum. Eigið fé Fiskistofu í ársbyrjun 2017 var 75,6 millj. og verður eigið fé í árslok 2018 því 78,5 milljónir.

 

 

Rekstrarreikningur Fiskistofu 2017

 

Frekari upplýsingar - Allur kaflinn  í prentvænni útgáfu


Fyrri kafli  -  Valmynd Ársskýrslu  -  Lokakafli

 

 

 

 


Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica