Rekstraryfirlit

Rekstraryfirlit

Samkvæmt rekstraryfirlit Fiskistofu námu gjöldin á árinu 2019 994,6 milljónum króna.

Hæsti útgjaldaliður stofnunarinnar eru laun og launatengd gjöld eða um 72% af heildarútgöldum. Húsnæðiskostnaður nam 67,7 millj., en Fiskistofa borgaði 100,7millj. í húsaleigu, en fékk á móti húsaleigutekjur upp á 33 millj. vegna framleigu á hluta húsnæðisins í Dalshrauni 1 í Hafnarfirði til Matvælastofnunar. Aðkeypt þjónusta er um 7% af heildarútgjöldum eða 69,8 millj., ferða og fundakostnaður 63,9 millj. sem er um 6,4% af heildarkostnaði. Sjá nánar á meðfylgjandi mynd yfir skiptingu gjalda Fiskistofu.

Helstu eignakaup Fiskistofu á árinu 2019 voru kaup á tveimur bifreiðum, en á móti voru seldar tvær bifreiðar önnur frá árinu 2012 og hin frá árinu 2013. Eins og á hverju ári var nokkuð um eignakaup hjá upplýsingatæknisviði,en kostnaðar sömustu kaupin voru vegna eldveggs og endurnýjunar á fjölnota vél (ljósritunarvél, prentari og skanni). 

Framlag ríkisins til Fiskistofu á árinu 2019 var ríflega 889,4 milljónir sem skiptist í framlag til rekstrar kr.871,1 millj. og framlag til afskrifta kr. 18,3 millj. Tekjur stofnunarinnar námu 134,5 milljónum. Tekjurnar skiptast í sértekjur og aðrar rekstrartekjur, sértekjur Fiskistofu á árinu 2019 námu 57,2 milljónum, en aðrar rekstrartekjur voru tæplega 77,3 milljónir. 

Hagnaður ársins var 29,3 millj. Gert hafði verið ráð fyrir rekstrarhalla, en því miður reyndist ekki unnt að fara í öll þau verkefni á upplýsingatæknisviði sem vilji og metnaður stóð til. Einnig var launakostnaður talsvert lægri á veiðieftirlitssviði m.a. þar sem illa gekk að manna lausa stöðu á Hornafirði. Eigið fé í árslok var 99,4millj.

12.-kafli


Fyrri kafli  -  Valmynd Ársskýrslu  -  Lokakafli

 

 

 

 


Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica