Starfsmannamál

Mannauður

Í árslok 2017 voru starfsmenn Fiskistofu  61 talsins í 60 stöðugildum á 6 starfsstöðvum  um landið en ekki hafði verið gengið frá ráðningu í nokkur störf um áramót.  Starfsmannavelta Fiskistofu árið 2017 var 16,4% en starfsmannavelta er skilgreind sem hlutfall þeirra starfsmanna sem hætta störfum á viðkomandi ári af heildarfjölda starfsmanna í árslok.

Starfsmannavelta á árinu var talsvert hærri en búist var við og liggur skýringin í því að Hafrannsóknastofnun óskaði eftir að slíta samningi á sviði upplýsingatækni sem hefur verið í gildi frá stofnun Fiskistofu. Varð samkomulag á milli stofnananna sem og hlutaðeignandi starfsmanna að fimm starfsmenn Fiskistofu færðust til Hafrannsóknastofnunar. Í reynd þýddi þetta fækkun um  3 stöðugildi hjá Fiskistofu þar sem ekki hafði verið ráðið í þau störf sem urðu til við þessa breytingu um áramót. Í ljósi þessarar stóru breytingar er gert ráð fyrir að starfsmannaveltan verði talsvert lægri á árinu 2018.

 

Myndir frá starfsdegi allra  starfsmanna Fiskistofu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


 

Frekari upplýsingar - Allur kaflinn  í prentvænni útgáfu

Fyrri kafli  -  Valmynd Ársskýrslu  -  Næsti kafli

 

 


Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica