Hlutverk, stefna og megingildi
Hlutverk
Fiskistofa annast framkvæmd laga og reglna um stjórn fiskveiða í sjó og fersku vatni og stuðlar þannig að ábyrgri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna.
Fiskistofa annast einnig stjórnsýslu og eftirlit á sviði fiskeldis, og safnar og miðlar upplýsingum um sjávarútveg, fiskeldi, lax- og silungsveiðar og hvalveiðar.
Gildi
Traust
- Eftirlit og þjónusta, unnin af fagmennsku með jafnræði að leiðarljósi.
- Sýnum hvert öðru trúnað og traust. Tökum ábyrgð á verkefnum – veitum stuðning og leiðsögn við að fylgja þeim eftir.
Framsækni
- Stöðugt umbótastarf. Tækni og þekking nýtt til að ná góðum árangri.
- Sýnum frumkvæði og styðjum við menntun, framþróun og nýsköpun í starfi.
Virðing
- Jákvætt viðhorf, heiðarleiki og sanngjörn samskipti.
- Sýnum hvert öðru virðingu – í orði og í verki.
Framtíðarsýn
- Öflug stjórnsýsla, eftirlit og góð þjónusta, sem miðar að bættri leiðbeiningu og auknum forvörnum.
- Framsækin og vönduð vinnubrögð byggð á þekkingu, reynslu og menntun starfsfólks.
- Upplýsingatækni í fremstu röð.
Birt 27. september 2013 á grundvelli undangenginnar stefnumótunarvinnu og sjálfsmats með svonefndu CAF-líkani (Common Assessment Framework, Sameiginlegum sjálfsmatsramma).
Fiskistofa hefur komið á skipulagi sem felur í sér viðvarandi starf að umbótum og reglulegt sjálfsmat sem miðar að bættum árangri eins og hann er mældur með CAF-líkaninu. Hluti af þeirri vinnu felst í reglulegri endurskoðun á stefnu Fiskistofu eins og hún kemur fram hér að ofan.