Upplýsingatækni

Upplýsingatækni

Gríðarlegar tækniframfarir undanfarinna ára hafa kallað á breytt vinnulag. Snjalltæki eru notuð í meira mæli og skýjaþjónustur eru títt nefndar. Notandinn gerir kröfur á að geta unnið hvar og hvenær sem er með gögnin sín. Gögn eru aðgengileg frá miðlægum gagnasvæðum og meiri áhersla er á flutning gagna á stafrænu formi. Nú er það innan seilingar að flestir geti stundað vinnu sína og fundað frá þeim stað sem þeir eru staddir á hverju sinni. Mikil áhersla hefur verið lögð á það að opinberar stofnanir fylgi eftir þessari öru þróun. Upplýsingatækni og breytinga stjórnun eru samofin heild. Það er mikilvægt að bregðast hratt við breytingum en jafnframt að viðhalda þeim góða grunni sem byggt er á. Það getur þó stundum verið snúið. Þær skipulagsheildir sem sýna mikla aðlögunarhæfni standa framar öðrum þegar kemur að upplýsingatækni. Fyrir upplýsingatæknisvið nútímans getur reynst erfitt að draga vagninn á sama tíma og krafa er gerð um að uppfylla þröngan lagaramma um réttindi og skyldur stofnana.


Á árinu 2019 var lögð mikil áhersla á að innleiða nýja tækni á upplýsingatæknisviði Fiskistofu. Þessi áhersla byggir á stefnumótunarvinnu frá árinu 2018 sem unnin var með Capacent. Nýir vefir og vefþjónustur voru sett upp og hönnuð í skýjaþjónustum. Afurðin af þeirri vinnu mun fara í prófanir og líta dagsins ljós á árinu 2020. Mikil samvinna hefur verið við stafrænt Ísland. Sú samvinna hjálpar stofnunum á þann hátt að stjórnun og stjórnsýsla verði í meira mæli miðlæg. Fyrst má nefna samvinnu Fiskistofu um leyfisveitingagátt sem unnin er í samstarfi við stafrænt Ísland. Þannig verði unnið að aukinni sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu í gegn um nýtt vefþjónustulag. Einnig hefur verið unnið að því að koma utanumhaldi undir ríkishattinn í svokölluðu Pólstjörnuverkefni. Mikil bylting hefur verið undanfarin ár í möguleikum til birtingu gagna og hefur áhersla verið lögð á að koma böndum yfir og flokka þau gögn sem stofnunin safnar með það fyrir sjónum meðal annars til að miðla til viðskiptavina og almennings. Stór hluti af vinnu UT hefur farið í verkefni tengd aðgreiningu neta og kerfa Fiskistofu og Hafrannsóknastofnunnar og stefnt er á að þeirri miklu vinnu muni ljúka að mestu á árinu 2020. Hefur þessi vinna verið mun umfangs meiri en gert var ráð fyrir. Þróun aflaskráningarapps í samvinnu við fyrirtækið Stokk hefur staðið yfir í nokkurn tíma og á árinu náðist sá áfangi að til varð útgáfa sem fer í notkun á árinu 2020. Þannig er verið að fara úr afladagbókum á pappír yfir í stafræna umsýslu. Aukin snjallvæðing mun spara stofnuninni og notendum tíma og útgjöld vegna pappírs- og sendingarkostnaðar. À àrinu 2020 verður áframhaldandi vinna við að auka snjallvæðingu og skýjaþjónustu ásamt því að viðhalda þeim góða grunni sem byggt er á.

Frekari upplýsingar - Allur kaflinn  í prentvænni útgáfu

Fyrri kafli  -  Valmynd Ársskýrslu  -  Næsti kafli


Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica