Útflutningur

Útflutningur

Fiskistofa safnar upplýsingum um magn og verðmæti þess afla sem fluttur er óunninn á erlenda fiskmarkaði. Alls voru flutt út 33.506 tonn  árið 2017. Eins og sjá má á yfiritinu sem opna má hér  fyrir neðan þá jókst útflutningur til Bretlands og frakklands en samdráttur varð í útflutningi til Þýskalands

 

Yfirlit yfir útflutning á óunnum ísuðum afla eftir tegundum og löndum árin 2016 og 2017
 

Útgáfa vottorða

Á árinu 2017 voru gefin út 27.560 rafræn veiðivottorð sem er tæplega 11% fækkun frá fyrra ári. Útgefin vinnsluvottorð 2017 voru 641 og fjölgaði þeim um tæp 8% á milli ára.

Frá árinu 2007 hefur Fiskistofa séð um útgáfu á leyfum til út- og innflutnings á afurðum sjávardýra sem heyra undir svonefndan CITES-samning. Á árinu gaf Fiskistofa út 25 slík leyfi en á árinu 2016 voru þau 16 talsins. Aðallega var um útflutning á hvalaafurðum að ræða bæði til vísindaiðkunar og sölu.

 

Frekari upplýsingar - Allur kaflinn  í prentvænni útgáfu

Fyrri kafli  -  Valmynd Ársskýrslu  -  Næsti kafli

Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica