Útflutningur

Útflutningur

Fiskistofa safnar upplýsingum um magn og verðmæti þess afla sem fluttur er óunninn á erlenda fiskmarkaði. Alls voru 41.972 tonn flutt út á árinu. Það er um 22% aukning frá fyrra ári.


Lönd og magn

Í töflu 6.1 má sjá yfirlit yfir útflutning á óunnum ísuðum afla eftir tegundum og löndum árið 2017 og 2018. Eins og sést þar er verulegur samdráttur í útflutningi til Bretlands en talsverð aukning í útflutningi til Þýskalands og Frakklands.


Útgáfa vottorða

Fiskistofa hefur um nokkurra ára skeið borið ábyrgð á að gefa út veiði- og vinnsluvottorð sem nauðsynleg eru við útflutning á sjávarafurðum og staðfesta að afurðirnar eigi uppruna sinn í löglegum veiðum. Evrópusambandið skilgreindi kröfur um þetta efni á sínum tíma og vottorðin eru sniðin að tilskipun þaðan en það færist æ meir í aukana að gerð er krafa um þessi vottorð til útflutnings til landa utan ESB. Þannig eru þessi vottorð t.d. nauðsynleg á mikilvægum mörkuðum í Austur-Evrópu og víða í Asíu. Frá áramótum 2018 gerðu bandarísk stjórnvöld kröfu um svipuð vottorð vegna innflutnings þangað á nokkrum tegundum, þ.á m. þorski. Fiskistofa vann að því í samvinnu við hagsmunaaðila og stjórnvöld að koma upp rafrænni útgáfu vottorða vegna viðskiptanna við Bandaríkin og var það tilbúið tímanlega fyrir árslok 2017.


Á árinu 2018 voru gefin út 34.947 rafræn veiðivottorð sem er tæplega 27% fækkun frá fyrra ári. Útgefin vinnsluvottorð 2018 voru 608 og fækkaði þeim um rúmlega 5% á milli ára.

Frá árinu 2007 hefur Fiskistofa séð um útgáfu á leyfum til út- og innflutnings á afurðum sjávardýra sem heyra undir svonefndan CITES-samning. Á árinu gaf Fiskistofa út 39 slík leyfi en á árinu 2017 voru þau 25 talsins.

Aðallega var um útflutning á hvalaafurðum að ræða bæði til vísindaiðkunar og sölu.
Frekari upplýsingar - Allur kaflinn  í prentvænni útgáfu

Fyrri kafli  -  Valmynd Ársskýrslu  -  Næsti kafli

Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica