Veiðileyfi og heimildir

Veiðileyfi og aflaheimildir


3.1 Veiðileyfi

Í lögum um stjórn fiskveiða er kveðið á um að skip þurfi almennt veiðileyfi eigi því að vera heimilt að stunda veiðar í atvinnuskyni við Ísland. Almenn veiðileyfi eru tvenns konar, veiðileyfi með aflamarki og veiðileyfi með krókaaflamarki. Auk almenns veiðileyfis eru gefin út sérveiðileyfi á skip fyrir tilteknar veiðar sem óheimilt er að stunda nema með sérleyfi. Á þetta t.d. við um veiðar á deilistofnum, veiðar með dragnót og veiðar á grásleppu. Í örfáum tilvikum eru veiðar háðar sérstöku leyfi Fiskistofu án þess að skilyrt sé að skip hafi almennt veiðileyfi. Þetta á t.d. við um frístundaveiðileyfi, veiðar á tegundum sem einungis veiðast utan íslenskrar lögsögu og strandveiðar.

Tafla 3.1 sýnir fjölda almennra leyfa til veiða í atvinnu- skyni. Þar má sjá að fækkað hefur leyfum til veiða með krókaflamarki sem og leyfum til veiða með aflamarki. Nokkur aflamarksleyfi voru felld niður þar sem skip hafði ekki stundað veiðar undanfarandi 12 mánuði auk þess sem 14 skip voru flutt úr aflamarkskerfinu yfir í krókaaflamarkskerfið og níu skip flutt frá krókafla- markskerfinu. Heildar fjöldi leyfa er því minni nú en fyrra ár. Nú eru almennu veiðileyfin samtals 1.177 en fiskveiðiárið 2016/2017 voru þau 1.244.

Heildar fjöldi sérveiðileyfa kemur fram í töflu 3.2. Árið 2018 fækkaði leyfum til strandveiða nokkuð en voru 557 árið 2018 í stað 607 árið á undan. Eins varð fækkun á útgefnum makrílleyfum 2018 eins og undanfarin ár.

Á grundvelli samninga sem íslensk stjórnvöld gera við önnur ríki um gagnkvæmar heimildir til veiða eru gefin út veiðileyfi til erlendra fiskiskipa til veiða í íslenskri lög- sögu. Í töflu 3.3 má sjá fjölda leyfa sem gefin hafa verið út til erlendra skipa á árunum 2014 til 2018. Fjöldi  veiðileyfa til erlendra skipa hefur verið nokkuð svipaður undanfarin ár.


3.2 Aflaheimildir

Ráðherra sjávarútvegsmála ákveður ár hvert leyfilegan heildarafla kvótabundinna tegunda. Á grundvelli þeirrar ákvörðunar úthlutar Fiskistofa aflamarki til einstakra skipa í samræmi við aflahlutdeild skips. Áður en til úthlutunar kemur er ákveðið hlutfall dregið af leyfilegum heildarafla hverrar kvótabundinnar tegundar. Hlutfallið var 5,3% fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 eins og árið á undan. Þeim aflaheimildum sem eftir standa í þorski, ýsu, ufsa, steinbít, gullkarfa, keilu og löngu er ráðstafað til sérstakra úthlutana, s.s. byggðakvóta, strandveiða og skel- og rækjubóta. Úthlutanir af þessu tagi má sjá í töflu 3.4 . Aðrar tegundir, eða það sem umfram er, eru boðnar útgerðum í skiptum fyrir þorsk, ýsu, ufsa og steinbít. Skiptin fara fram á tilboðsmarkaði Fiskistofu sem al- mennt er haldinn í upphafi hvers mánaðar.

Auk úthlutunar aflamarks annast Fiskistofa úthlutun á ýmsum viðbótaraflaheimildum, s.s. byggðakvóta, sérstökum heimildum til frístundafiskiskipa og skel- og rækjubótum eins og sjá má í töflu 3.4.

 

Aflamark

Á heimasíðu Fiskistofu má sjá upplýsingar um heildaraflamark hvers fiskveiðiárs frá fiskveiðiárinu 2000/2001. Þorskafli til aflamarks á Íslandsmiðum fiskveiðiárið


2017/2018 var rúmlega 213 þúsund tonn og aflamarkið nam samtals rúmlega 213,5 þúsund tonnum. Rúm 13 tonn voru nýtt til tegundatilfærslu og voru rúmlega

8.000 tonn veidd af heimildum næsta fiskveiðiárs.

 

Flutningur aflaheimilda

Nokkuð er um að aflaheimildir, aflamark og aflahlutdeildir séu fluttar á milli skipa. Í fyrra tók Fiskistofa í notkun rafrænt millifærslukerfi sem gerir útgerðum kleift að millifæra aflamark milli eigin skipa sem og til skipa óskyldra aðila. Innleiðing gekk vel og fer nú stór hluti millifærslnanna fram rafrænt. Fiskistofa annast ávallt flutning aflahlutdeilda og jókst fjöldi tilkynninga í samanburði við síðasta ár. Þetta má sjá í töflu 3.5 sem sýnir fjölda tilkynninga um flutning aflahlutdeilda og aflamarks. Í töflunni má sjá upplýsingar um heildar fjölda millifærslna á aflamarki milli skipa, fjölda rafrænna millifærslna milli eigin skipa útgerðar og flutning aflamarks þar sem eigendur skipta til baka þeim 5,3% sem haldið var frá við úthlutun. Enn fremur sýnir taflan fjölda millifærslna þar sem aflamark var flutt úr krókaaflamarkskerfinu yfir í aflamarkskerfið í jöfnum skiptum.

Í töflu 3.6 eru upplýsingar um flutning aflahlutdeilda milli fiskiskipa sl. fimm fiskveiðiár. Vakin er athygli á að þetta eru veltutölur sem þýðir að sömu aflahlutdeildir eru taldar í hvert skipti sem þær eru fluttar enda þótt þær séu fluttar milli skipa oftar en einu sinni. Þarna má sjá að flutningu aflahlutdeilda í flestum tegundum er sambærilegur og á fyrra ári.

Þá koma fram í töflu 3.7 sundurliðaðar upplýsingar um flutning aflamarks á fiskveiðiárinu 2017/2018.

Þá koma fram í töflu 3.8 sundurliðaðar upplýsingar um aflamarksskipti á tilboðsmarkaði 2017/2018.


Frekari upplýsingar - Allur kaflinn  í prentvænni útgáfu

Fyrri kafli  -  Valmynd Ársskýrslu  -  Næsti kafli

Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica