Veiðileyfi og heimildir

Veiðileyfi og aflaheimildir

Til þess að stunda veiðar í atvinnuskyni við Ísland þarf almennt veiðileyfi frá Fiskistofu. Almenn veiðileyfum fækkaði á milli fiskveiðiárnna 2015/2016 og 2016/2017 um 18.

Leyfum til veiða með aflamarki fækkaði á milli ára um eitt en leyfum til veiða í krókaaflamarki fækkaði um sautján.

Töflur sem varða veiðileyfi og úthlutanir

Þegar litið er til sérveiðileyfa má benda á að árið 2017 fækkaði leyfum til strandveiða nokkuð en voru 607 árið 2017 í stað 670 árið á undan. Eins varð fækkun á útgefnum makrílleyfum 2017 eins og undanfarin ár. Fækkun makrílveiðileyfa má rekja að einhverju leyti til sérreglna um makríl sem leyfir 100% millifærslu aflaheimilda, fela ekki í sér veiðiskyldu og nýrra reglna um tilfærslu veiðireynslu sem leitt hefur til samþjöppunar í greininni.

Hér er hægt að skoða heildaraflamarksstöðu og afla sem reiknast til aflamarks undanfarin fiskveiðiár bæði innan landhelgi og yfir deilistofna

Hér má sjá leyfilegan heildarafla af kvótabundnum tegundum frá 1984 til fiskveiðiársins 2015/2016

Á grundvelli samninga sem íslensk stjórnvöld gera við önnur ríki um gagnkvæmar heimildir til veiða eru gefin út veiðileyfi til erlendra fiskiskipa til veiða í íslenskri lögsögu. Í töflu 3.3 má sjá fjölda leyfa sem gefin hafa verið út til erlendra skipa á árunum 2012 til 2017. Fjöldi veiðileyfa til erlendra skipa hefur verið nokkuð svipaður undanfarin ár.

Töflur sem varða flutning á aflahlutdeildum og aflamarki

Nokkuð er um að aflaheimildir, aflamark og aflahlutdeildir séu fluttar á milli skipa. Fiskistofa tók undir lok ársins í notkun rafrænt millifærslukerfi sem gerir útgerðum kleift að milllifæra aflamark milli eigin skipa sem og til skipa óskyldra aðila.  Innleiðing gekk vel og fer nú stór hluti  millifærslnanna fram  afrænt. Fiskistofa annast ávallt flutning aflahlutdeilda og er fjöldi tilkynninga sambærilegur við síðasta ár. Þetta má sjá í töflu 3.5 sem sýnir fjölda tilkynninga um flutning aflahlutdeilda og aflamarks. Í töflunni má sjá upplýsingar um heildarfjölda millifærslna á aflamarki milli skipa, fjölda rafrænna millifærslna milli eigin skipa útgerðar og flutning aflamarks þar sem eigendur skipta til baka þeim 5,3% sem haldið var frá við úthlutun. Enn fremur sýnir taflan fjölda millifærslna þar sem aflamark var flutt úr krókaaflamarkskerfinu yfir í aflamarkskerfið í jöfnum skiptum.

Í töflu 3.6 eru upplýsingar um flutning aflahlutdeilda milli fiskiskipa sl. fimm fiskveiðiár. Vakin er athygli á að þetta eru veltutölur sem þýðir að sömu aflahlutdeildir eru taldar í hvert skipti sem þær eru fluttar enda þótt þær séu fluttar milli skipa oftar en einu sinni. Þarna má sjá að mikil aukning hefur orðið á flutningi aflahlutdeilda í flestum tegundum frá fyrra ári og má það rekja til mikillar endurnýjunar í skipaflotanum.

 Þá koma fram í töflu 3.7 sundurliðaðar upplýsingar um flutning aflamarks á fiskveiðiárinu 2016/2017.

Í töflu 3.8 má sjá yfirlit yfir viðskipti á svonefndum tilboðsmarkaði undanfarin ár. þar eru þau 5,3% leyfilegs heildarafla sem dregin er frá fyrir úthlutun á grundvelli hlutdeilda boðin í skiptum fyrir aflamark í þorski, ýsu, ufsa og/eða steinbít.  Það sem kemur inn í skiptunum í þessum fjórum tegundum er síðan notað til að dekka sérstakar úthlutanir af ýmsu tagi, svo sem  byggðakvóta, línuívilnun og fleira.  Þetta er einnig ætlað til að dekka afla utan kvóta eisn og strandveiðiaflann. 

 

 

Frekari upplýsingar - Allur kaflinn  í prentvænni útgáfu

Fyrri kafli  -  Valmynd Ársskýrslu  -  Næsti kafli

Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica