Fréttir

Fiskveiðiárið 2017/2018 - yfirlit - 15.11.2018

Fiskistofa hefur tekið saman margvíslegar yfirlitsupplýsingar um  fiskveiðárið 2017/2018. Heildarafli íslenskra skipa  á fiskveiðiárinu var 1.271 þúsund tonn  og jókst frá fyrra ári um 13,4%. Botnfiskaflinn nam 505 þúsund tonnum og jókst um 64 þúsund tonn. Þorskaflinn jókst um 32 þúsund tonn. Uppsjávarafli íslenska flotans jókst um 84 þúsund tonn. Kolmunnaaflinn jókst um tæp 90 þúsund tonn en samdráttur var í veiðum á loðnu.

Lesa meira

Íshlutfall í september og október - 7.11.2018

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í september og október 2018. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera rúmum 4 prósentustigum minni og upp í að vera rúmum 9 prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits.

Lesa meira

Aflahlutdeild stærstu útgerðanna - 27.9.2018

Fiskistofa hefur tekið saman skrá yfir 100 stærstu handhafa hlutdeilda og 50 stærstu handhafa krókaaflahlutdeilda miðað við stöðuna 1. september  sl. eftir úthutun á aflamarki  í upphafi nýs fiskveiðiárs.  Sem fyrr ræður HB Grandi yfir mestum hlutdeildum, síðan  koma Samherji og Síldarvinnslan.  Jakob Valgeir ehf í Bolungarvík ræður yfir mestri krókaaflamarkshlutdeild. Fiskistofa hefur eftirlit með því að yfirráð einstakra aðila yfir aflahlutdeildum fari ekki umfram þau mörk sem lög kveða á um og bregst við þegar svo ber undir. Að þessu sinni á það eingöngu við um handhöfn Jakobs Valgeirs ehf á krókaaflahlutdeildum.

Lesa meira

Íshlutfall í júlí og ágúst - 14.9.2018

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í júlí og ágúst 2018. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera 10 prósentustigum minni og upp í að vera tæpum 4  prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica