Fréttir

Markvisst og hagkvæmt eftirlit með vinnsluskipum - 17.5.2018

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri  Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, gagnrýnir í grein  kostnað við eftirlit Fiskistofu með vinnsluskipum. Bent skal á að vinnsluskipin í flotanum landa sjávarafurðum en ekki afla og beitt er sérstökum aðferðum við að reikna út afla þeirra til kvóta. Mikilvægt er að tryggja að þetta sé  rétt gert til að jafnrétti ríki um nýtingu sjávarauðlinda þjóðarinnar.  Almennt er eftirlitsmaður með í för í einni af hverjum tíu veiðiferðum þessara skipa. Í ferðunum sinna eftirlitsmennirnir jafnframt gagnaöflun fyrir Hafrannsóknastofnun og eftirliti með fiskvinnslunni um borð fyrir Matvælastofnun. Eftirlit þetta er markvisst og hagkvæmt og þjónar bæði hag þjóðarinnar og útgerða.
Lesa meira

Íshlutfall í mars og apríl - 14.5.2018

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í mars og apríl 2018. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera rúmlega 8 prósentustigum minni og upp í að vera rúmum 6  prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits.

Lesa meira

Íshlutfall í afla - 8.3.2018

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í janúar og febrúar 2018. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera tæplega 7 prósentustigum minni og upp í að vera rúmu 1 prósentustigi meira við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits.

Lesa meira

Aflahlutdeild stærstu útgerða - 5.3.2018

Fiskistofa hefur tekið saman skrá yfir 100 stærstu handhafa hlutdeilda og 50 stærstu handhafa krókaaflahlutdeilda.  Sem fyrr ræður HB Grandi yfir mestum hlutdeildum, síðan  koma Samherji og Síldarvinnslan.  Grunnur ehf í Hafnarfirði ræður yfir mestri krókaaflamarkshlutdeild. Fiskistofa hefur eftirlit með því að yfirráð einstakra aðila yfir aflahlutdeildum fari ekki umfram þau mörk sem lög kveða á um.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica