Fréttir

Samstarfssamningur við Grænlendinga - 11.10.2019

Þann 10. október sl. var undirritaður í Nuuk á Grænlandi samningur um samstarf Íslands og Grænlands á sviði fiskveiðistjórnunar. Þjóðirnar eiga ríkra sameiginlegra hagsmuna að gæta þegar kemur að nýtingu auðlinda hafsins og eru fiskistofnar ein þeirra mikilvægustu. Samstarf Fiskistofu á Íslandi og Greenland Fisheries License Control Authority á  Grænlandi hefur verið mikið og gott og hefur nú verið formfest með undirritun samningsins.

Lesa meira

Aflahlutdeild stærstu útgerða - 25.9.2019

Fiskistofa hefur eftirlit með því að aflahlutdeild fiskiskipa í eigu einstakra eða tengdra aðila fari ekki umfram þau mörk sem lög kveða á um. Í töflum í fréttinni má sjá stöðu  aflaheimilda þeirra 100 útgerða sem réðu yfir mestum aflahlutdeildum 1. september sl. eftir úthlutun aflamarks í upphafi nýs fiskveiðiárs. Sambærilegar upplýsingar koma einnig fram um þær 50 útgerðir sem ráða yfir mestum krókaaflahlutdeildum. Á töflunum eru hlutdeildir brotnar niður á einstaka aðila án tillits til þess hvort þeir teljist tengdir skv. 4. mgr. 13. gr. laga  nr. 116/2006

Lesa meira

Íshlutfall í júlí og ágúst - 23.9.2019

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í júlí og ágúst 2019. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera 7 prósentustigum minni og upp í að vera tæpum 4 prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits.

Lesa meira

Nýtt fiskveiðiár 2019/2020 - 2.9.2019

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2019/2020 sem hófst 1. september. Að þessu sinni var úthlutað 372 þúsund tonnum í þorskígildum talið. Þetta er 12 þúsund þorskígildistonnum minna en úthlutað var við upphaf fyrra fiskveiðiárs.

Sólberg ÓF 1, sama skip og á fyrra fiskveiðiári, fær úthlutað mestu aflamarki, eða 10.354 þorskígildistonnum, sem er 2,8% af úthlutuðum þorskígildum.

Um árabil hafa mestar veiðiheimildir verið bundnar við skip sem tilheyra Reykjavíkurhöfn en nú fellur Reykjavík í þriðja sæti með Vestmannaeyjar í fyrsta sæti og Grindavík í öðru sæti.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica