Fréttir

Nýtt fiskveiðiár 2019/2020 - 2.9.2019

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2019/2020 sem hófst 1. september. Að þessu sinni var úthlutað 372 þúsund tonnum í þorskígildum talið. Þetta er 12 þúsund þorskígildistonnum minna en úthlutað var við upphaf fyrra fiskveiðiárs.

Sólberg ÓF 1, sama skip og á fyrra fiskveiðiári, fær úthlutað mestu aflamarki, eða 10.354 þorskígildistonnum, sem er 2,8% af úthlutuðum þorskígildum.

Um árabil hafa mestar veiðiheimildir verið bundnar við skip sem tilheyra Reykjavíkurhöfn en nú fellur Reykjavík í þriðja sæti með Vestmannaeyjar í fyrsta sæti og Grindavík í öðru sæti.

Lesa meira

Strandveiðar 2019 - 2.8.2019

Nú fer að síga á seinni hlutann í strandveiðum sumarið 2019. Veiðarnar hafa gengið vel og hefur orðið mikil aukning á bátum á strandveiðum. Sumarið 2018 voru gefin út 558 strandveiðileyfi en í sumar hafa verið gefin út 623 leyfi. Alls nýttu 19 bátar sér þá heimild að hætta fyrr á strandveiðum til að fara í fyrri útgerðarflokk.

Lesa meira

Íshlutfall í maí og júní - 8.7.2019

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í maí og júní 2019. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera 4 prósentustigum minni og upp í að vera tæpum 10 prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits. Þetta er heldur minna frávik en verið hefur mælingum undanfarinna mánaða.

Lesa meira

Íshlutfall í mars og apríl - 6.5.2019

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í mars og apríl 2019. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera rúmum 7 og hálfu prósentustigi minni og upp í að vera rúmum 8 prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits. Þetta er heldur stærra frávik en verið hefur mælingum undanfarinna mánaða.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica