Fréttir

Íshlutfall í maí og júní - 8.7.2019

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í maí og júní 2019. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera 4 prósentustigum minni og upp í að vera tæpum 10 prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits. Þetta er heldur minna frávik en verið hefur mælingum undanfarinna mánaða.

Lesa meira

Íshlutfall í mars og apríl - 6.5.2019

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í mars og apríl 2019. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera rúmum 7 og hálfu prósentustigi minni og upp í að vera rúmum 8 prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits. Þetta er heldur stærra frávik en verið hefur mælingum undanfarinna mánaða.

Lesa meira

Aflasamsetning á grásleppuveiðum 2019 - 15.4.2019

Fiskistofa birtir hér upplýsingar um aflasamsetningu í grásleppuveiði hjá grásleppubátum nú á fyrra helmingi aprílmánaðar. Eins og boðað hveufur verið eru þeir bátar sem eftirlitsmenn réru með og upplýsingar eru birtar um  tilgreindir í meðfylgjandi gögnum.


Það er m.a. hlutverk Fiskistofu að hafa eftirlit með að ekki komi til brottkasts. Til þess að rækja það hlutverk sem best beitir Fiskistofa margvíslegum aðferðum og má í því sambandi nefna samvinnu við útgerðir og skipstjórnarmenn, áhættugreiningu og aðgengi allra að upplýsingum um veiðar og afla.

Lesa meira

Aflahlutdeild stærstu útgerða - 12.4.2019

Fiskistofa hefur tekið saman skrá yfir 100 stærstu handhafa hlutdeilda og 50 stærstu handhafa krókaaflahlutdeilda miðað við stöðuna 31. mars sl. eftir úthutun á aflamarki  í upphafi nýs fiskveiðiárs og nokkra bið í óvissu um mögulega úthlutun loðnukvóta.  Sem fyrr ræður HB Grandi yfir mestum hlutdeildum, síðan  koma Samherji og Síldarvinnslan.  Grunnur ehf í Hafnarfirði ræður yfir mestri krókaaflamarkshlutdeild. Fiskistofa hefur eftirlit með því að yfirráð einstakra aðila yfir aflahlutdeildum fari ekki umfram þau mörk sem lög kveða á um og bregst við þegar svo ber undir. Að þessu sinni ráða  4 útgerðir yfir lítillega meiri krókaaflahlutdeildum í þorski en þeim er heimilt og fara þau mál í lögbundinn feril hjá Fiskistofu.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica