Fréttir

Veiði á göngusilungi hefst í dag - 1.4.2020

Þó veðurspáin sé kuldaleg fyrir næstu daga er vorið samt á næsta leiti. Í dag 1. apríl hefst veiðitímabil fyrir sjógöngusilung. Það er mikilvægt að stangveiðimenn fari að tilmælum vegna sóttvarna við veiðar, eins og í öðru. Muna að hafa alltaf stangarlengd í það minnsta í næsta veiðimann.


Á þessum árstíma gengur sjógöngusilungur til sjávar í ætisleit. Hefst fiskurinn við í nágrenni við heimaá sína yfir sumarmánuði og gengur aftur á hrygningaslóð að hausti. Veiðitímabilinu lýkur 1. október en þá hefst hrygningatíminn.


Mikilvægt er að veiðimenn og veiðifélög virði lögbundinn veiðitíma. Takmörkun á veiðitíma stuðlar m.a. að því að tryggja hagsmuni þjóðarinnar vegna nýtingar á þessari verðmætu auðlind. Fiskistofa hefur eftirlit með því að lögbundinn veiðitími sér virtur og leggur þannig sitt af mörkum til að stuðla að sjálfbærri nýtingu.

Lesa meira

Aflasamsetning á botnvörpu- og dragnótarveiðum - 16.3.2020

Fiskistofa birtir upplýsingar um aflasamsetningu dragnótar- og botnvörpuskpa eftir því hvort eftirlitsmenn stofnunarinnar voru með í för eða ekki. Að þessu sinni birtast hér upplýsingar um aflasamsetningu slíkra skipa á tímabilinu september til og með desember 2019.

Lesa meira

Ísprósenta í janúar og febrúar - 10.3.2020

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í janúar og febrúar 2020. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera rúmum 7 prósentustigum minni og upp í að vera rúmum 4 prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað var án eftirlits.Þar sem munurinn var mestur þýðir þetta að ís við yfirstöðu reyndist vera einungis um 40% af því ísmagni sem skráð var þegar eftirlitsmaður var ekki á staðnum.


Það er hlutverk Fiskistofu að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins. Ætla má af gögnum Fiskistofu að regluleg birting upplýsinga um íshlutföllin undanfarin misseri, og þau viðbrögð þegar þurfa þykir að eftirlitsmenn fari í yfirstöðu með vigtun á kostnað vinnslna, hafi skilað marktækum árangri við að gera  skráningu á hlutfalli íss og afla réttari.

Lesa meira

Vegferð Fiskistofu eftir flutning höfuðstöðva - 26.2.2020

Í nýlegu lokaverkefni sem gert var við Háskóla Íslands er fjallað um vegferð Fiskistofu eftir flutning höfuðstöðva frá Hafnarfirði til Akureyrar. Höfundurinn telur að rannsóknin sýni að þær breyttu aðstæður sem stofnunin stóð frammi fyrir hafi kallað á breytta starfshætti meðal stjórnenda Fiskistofu þar sem velferð starfsmanna var höfð í fyrirrúmi samhliða uppbyggingu á árangursríkri vinnustaðamenningu. Starfsmenn og stjórnendur hafi brugðist jákvætt við þessari áskorun og að innan veggja Fiskistofu ríki nú jákvæðni, fagmennska og skilningur á hinum ýmsu þörfum einstaklingsins bæði sem starfsmanns og sem persónu sem á sér líf utan vinnustaðarins.

Þá tekur rannsakandinn undir að fleiri en Fiskistofa gætu dregið lærdóm af þeim ólgusjó sem stofnunin gekk í gegnum í fyrstu.  Mikilvægt sé að standa vel að skipulagi og eyða óvissu strax í upphafi þegar ráðist er í svo viðamikilla breytingu sem flutning stofnunar út á land.  Sú skipulagning og upplýsing hefði þurft að koma frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.


Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica