Fréttir

Aflayfirlit fyrstu 9 mánaða fiskveiðiársins - 13.6.2017

Heildarafli íslenska flotans á fyrstu 9 mánuðum fiskveiðiársins 2016/2017 nam um 874 þúsund tonnum upp úr sjó. Til samanburðar var aflinn á sama tímabili í fyrra 814 þúsund tonn. Þetta er aukning í heildarafla sem nemur um 7,4% eða um 60 þúsund tonnum. Er þessi munur milli fiskveiðiára að mestu vegna aukinnar veiði í loðnu.Afli og kvótastaða krókaaflabáta er í góðu jafnvægi. Áhrif verkfallsins eru augljós á aflamarksskipin, þau hafa nú nýtt um 75% af aflaheimildum sínum en það hlutfall  nam 86% á sama tím a á fyrra ári.

Lesa meira

Aflabrögð í strandveiðum í maí - 12.6.2017

Strandveiðibátar kláruðu heimildir sínar á svæði A þann 23. maí sl. Lokunin á svæði A var seinna á ferð en á síðasta ári en þá var svæðinu lokað þann 20 maí. Öðrum svæðum var ekki lokað. Heildarafli strandveiðibátanna í nýliðnum mánuði voru alls 2.119 tonn. Þar af var 907 tonnum landað á svæði A og 431 tonn á svæði D.

Lesa meira

Fiskistofa óskar sjómönnum um land allt og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn! - 9.6.2017


Hlutfall kælimiðils í afla - 7.6.2017

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í apríl og maí 2017.  Það sýnir sig að veginn ís í afla  hjá vigtunarleyfishöfunum er allt frá því að vera rúmlega 5 prósentustigum minni og upp í að vera næstum 5 prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica