Fréttir

Íshlutfall í gámaútflutningi - 7.1.2019

Fiskistofa birtir hér niðurstöður eftirlits með íshlutfalli í afla sem landað er til útflutnings óunninn í gám. Fast íshlutfall í slíkum tilvikum er 12%. Eftirlit Fiskistofu byggist á því að velja af handahófi kör frá veiðiskipi, aðskilja ís frá afla og reikna út raunverulegt íshlutfall í aflanum við útflutning í gámi. Mælingar sem Fiskistofa gerði í september og október sl. sýndu að þegar aflinn var aðskilinn frá ísnum  reyndist íshlutfllið vera frá 2,3% og upp í 15,2%.

Lesa meira

Íshlutfall í nóvember og desember - 4.1.2019

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í nóvember og desember 2018. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera 6 prósentustigum minni og upp í að vera rúmum 9 prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits. Lesa meira

Jólakveðja frá Fiskistofu - 21.12.2018

Fiskistofa óskar landsmönnum til sjávar og sveita gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

 

 

Fiskveiðiárið 2017/2018 - yfirlit - 15.11.2018

Fiskistofa hefur tekið saman margvíslegar yfirlitsupplýsingar um  fiskveiðárið 2017/2018. Heildarafli íslenskra skipa  á fiskveiðiárinu var 1.271 þúsund tonn  og jókst frá fyrra ári um 13,4%. Botnfiskaflinn nam 505 þúsund tonnum og jókst um 64 þúsund tonn. Þorskaflinn jókst um 32 þúsund tonn. Uppsjávarafli íslenska flotans jókst um 84 þúsund tonn. Kolmunnaaflinn jókst um tæp 90 þúsund tonn en samdráttur var í veiðum á loðnu.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica