Fréttir

Íshlutfall í afla - 8.3.2018

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í janúar og febrúar 2018. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera tæplega 7 prósentustigum minni og upp í að vera rúmu 1 prósentustigi meira við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits.

Lesa meira

Aflahlutdeild stærstu útgerða - 5.3.2018

Fiskistofa hefur tekið saman skrá yfir 100 stærstu handhafa hlutdeilda og 50 stærstu handhafa krókaaflahlutdeilda.  Sem fyrr ræður HB Grandi yfir mestum hlutdeildum, síðan  koma Samherji og Síldarvinnslan.  Grunnur ehf í Hafnarfirði ræður yfir mestri krókaaflamarkshlutdeild. Fiskistofa hefur eftirlit með því að yfirráð einstakra aðila yfir aflahlutdeildum fari ekki umfram þau mörk sem lög kveða á um.

Lesa meira

Íshlutfall í afla - 8.1.2018

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í nóvember og desember 2017. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera tæplega 7 prósentustigum minni og upp í að vera rúmum 6 prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits.

Lesa meira

Afli úr deilistofnum - 5.12.2017

Það sem af er ári hafa íslensk skip veitt rúm 198 þúsund tonn af kolmunna.  Aflinn á sama tíma í fyrra var nokkuð minni eða 163.023 tonn.  Makrílvertíð er lokið og er heildarafli íslenskra skipa á vertíðinni 167 þúsund tonn. Þetta er litlu minni afli en á sama tíma í fyrra þegar hann var 168 þúsund tonn.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica