Fréttir

Íshlutfall við endurvigtun janúar og febrúar - 15.3.2019

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í janúar og febrúar 2019. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera rúmum 5 prósentustigum minni og upp í að vera rúmum 7 prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits.

Lesa meira

Fiskistofa hlýtur jafnlaunavottun til ársins 2022 - 6.3.2019

Þann 4. mars komu fulltrúar Jafnréttisstofu í heimsókn til Fiskistofu og færðu stofnuninni staðfestingu á jafnlaunavottun ásamt heimild til að nota jafnlaunamerkið næstu árin. Vinna við innleiðingu á jafnlaunakerfi  hefur staðið í um ár og gengið vel. Við teljum jöfnuð vera lykilatriði  í gagnsæju og réttlátu launakerfi og eitt af mörgum skrefum til að gera góðan vinnustað betri.

Lesa meira

Flutningur Fiskistofu til Akureyrar - 12.2.2019

Fiskistofa hefur unnið skýrslu um flutning höfuðstöðva stofnunarinnar til Akureyrar.  Í skýrslunni er leitast við að  lýsa því ferli vel, allt frá því ráðherra tilkynnti um áformin og fram á árið 2018 þegar segja má að flestir þættir málsins hafi legið skýrt fyrir.  Fjallað er um mannauð Fiskistofu, stjórnun og starfsemi og þær áskoranir sem verkefninu fylgdu. Einnig er fjallað um húsnæðismál stofnunarinnar og kostnað sem flutningunum fylgdi.
Lesa meira

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlitshlutverk Fiskistofu - 22.1.2019

Stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á eftirlitshlutverki Fiskistofu sem birt var nú eftir áramótin hefur verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarna daga. Stjórnendur Fiskistofu telja skýrsluna vandaða og að hún bendi réttilega á margvíslega erfiðleika sem við er að etja vegna eftirlits með fiskveiðum.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica