Fréttir

Afli í deilistofnum - 19.10.2017

Fiskistofa hefur tekið saman  yfirlit yfir afla fyrstu níu mánuði ársins í  norsk-íslenskri síld, makríl, úthafskarfa á Reykjaneshrygg og kolmunna.

Lesa meira

Aflahlutdeild stærstu útgerða - 19.9.2017

Fiskistofa hefur eftirlit með því að yfirráð einstakra aðila yfir aflahlutdeildum fari ekki umfram þau mörk sem lög kveða á um. Fiskistofa hefur tekið saman skrá yfir 100 stærstu handhafa hlutdeilda og 50 stærstu handhafa krókaaflahlutdeilda við upphaf fiskveiðiárs 2017/2018.  Sem fyrr ræður HB Grandi yfir mestum hlutdeildum, síðan  koma Samherji og Síldarvinnslan.  Grunnur ehf í Hafnarfirði ræður fyrir mestri krókaaflahlutdeild. Þá birtir Fiskistofa að þessu sinni upplýsingar um fjölda fyrirtækja sem ráða yfir hlutdeildum og þróun hans undanfarin ár.

Lesa meira

Afli úr deilistofnum - 14.9.2017

Það sem af er ári hafa íslensk skip veitt 183 þúsund tonn af kolmunna.  Á sama tíma í fyrra var aflinn 162 þúsund tonn. Mestur afli á yfirstandandi vertíð er veiddur í lögsögu Færeyja eða 158,9 þúsund tonn og í íslenskri lögsögu 17,1 þúsund tonn.  Makrílvertíð er á síðustu metrunum og er heildarafli íslenskra skipa á fyrstu átta mánuðum ársins 112,9 þúsund tonn.

Lesa meira

Strandveiðin 2017 - 12.9.2017

Alls voru gefin út 604 leyfi til strandveiða á nýafstaðinni vertíð. Þetta er 66 leyfum færra en á síðasta ári og fæst leyfi frá því að strandveiðar voru settar á laggirnar árið 2009 að upphafsárinu undanskyldu.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica