Fréttir

Vegferð Fiskistofu eftir flutning höfuðstöðva - 26.2.2020

Í nýlegu lokaverkefni sem gert var við Háskóla Íslands er fjallað um vegferð Fiskistofu eftir flutning höfuðstöðva frá Hafnarfirði til Akureyrar. Höfundurinn telur að rannsóknin sýni að þær breyttu aðstæður sem stofnunin stóð frammi fyrir hafi kallað á breytta starfshætti meðal stjórnenda Fiskistofu þar sem velferð starfsmanna var höfð í fyrirrúmi samhliða uppbyggingu á árangursríkri vinnustaðamenningu. Starfsmenn og stjórnendur hafi brugðist jákvætt við þessari áskorun og að innan veggja Fiskistofu ríki nú jákvæðni, fagmennska og skilningur á hinum ýmsu þörfum einstaklingsins bæði sem starfsmanns og sem persónu sem á sér líf utan vinnustaðarins.

Þá tekur rannsakandinn undir að fleiri en Fiskistofa gætu dregið lærdóm af þeim ólgusjó sem stofnunin gekk í gegnum í fyrstu.  Mikilvægt sé að standa vel að skipulagi og eyða óvissu strax í upphafi þegar ráðist er í svo viðamikilla breytingu sem flutning stofnunar út á land.  Sú skipulagning og upplýsing hefði þurft að koma frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.


Lesa meira

Hvað er Fiskistofa að gera? Hvert stefnir hún? - 13.2.2020

Við höfum tekið saman upplýsingar um hlutverk og starfsemi Fiskistofu. Þar koma fram helstu verkefni sem snúa bæði að því mikilvæga þjónustuhlutverki sem stofnunin gegnir og eftirliti með  fiskveiðum í sjó og ferskvatni. 
  Fiskistofa leggur áherslu á margvíslega bætta þjónustu og aðgengi viðskiptavina með rafrænum  lausnum.  Fiskistofa er virkur þátttakandi í samstarfi þjóða um sjávarútvegsmál og gætir hagsmuna Íslands á þeim vettangi.
  Þegar horft er til framtíðar stefnum við að áframhaldandi framfaraskrefum í rafrænni þjónustu og aðgengi  að upplýsingum ásamt  markvissu eftirliti með  auðlindanýtingu í hafi og vötnum. 
  Rekstur Fiskistofu  á að vera gagnsær og hagsýnn og eftirsóknarverður vinnustaður í fremstu röð.

Lesa meira

Aflasamsetning vinnsluskipa - 30.1.2020

Fiskistofa heldur nú áfram að birta upplýsingar um aflasamsetningu í afla vinnsluskipa eftir því hvort eftirlitsmenn stofnunarinnar voru með í för eða ekki. Að þessu sinni birtast hér upplýsingar um aflasamsetningu vinnsluskipa  á árinu 2019. Íslenski vinnsluskipaflotinn er ekki stór  og því ná upplýsingarnar til allra vinnsluskipanna. Gögnin sem hér birtast eru birt undir  afni skipanna eins og boðað var að gert yrði þegar sambærileg  gögn voru birt um árið 2018.

Lesa meira

Afladagbókin - Smáforrit fyrir rafræna skráningu afla - 15.1.2020

Fiskistofa kynnir smáforrit fyrir rafræna skráningu afla í stað afladagbóka á pappír.

Fiskistofa hefur látið smíða, í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og hugbúnaðarfyrirtækið Stokk, smáforritið Afladagbókina. Innleiðing á notkun smáforritsins hefst á næstunni.


Hægt er að sækja forritið í App Store og Play Store en beðið er eftir reglugerð frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu áður en notkun smáforritsins getur hafist. Með tilkomu appsins er stigið stórt framfaraskref sem felur í sér bætta yfirsýn og vinnusparnað fyrir útgerðir, skipstjórnarmenn sem og stjórnsýslu.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica