Fréttir

Íshlutfall í september og október - 7.11.2018

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í september og október 2018. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera rúmum 4 prósentustigum minni og upp í að vera rúmum 9 prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits.

Lesa meira

Aflahlutdeild stærstu útgerðanna - 27.9.2018

Fiskistofa hefur tekið saman skrá yfir 100 stærstu handhafa hlutdeilda og 50 stærstu handhafa krókaaflahlutdeilda miðað við stöðuna 1. september  sl. eftir úthutun á aflamarki  í upphafi nýs fiskveiðiárs.  Sem fyrr ræður HB Grandi yfir mestum hlutdeildum, síðan  koma Samherji og Síldarvinnslan.  Jakob Valgeir ehf í Bolungarvík ræður yfir mestri krókaaflamarkshlutdeild. Fiskistofa hefur eftirlit með því að yfirráð einstakra aðila yfir aflahlutdeildum fari ekki umfram þau mörk sem lög kveða á um og bregst við þegar svo ber undir. Að þessu sinni á það eingöngu við um handhöfn Jakobs Valgeirs ehf á krókaaflahlutdeildum.

Lesa meira

Íshlutfall í júlí og ágúst - 14.9.2018

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í júlí og ágúst 2018. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera 10 prósentustigum minni og upp í að vera tæpum 4  prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits.

Lesa meira

Úthlutun aflamarks 2018/2019 - 31.8.2018

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 sem hófst 1. september. Að þessu sinni var úthlutað 390 þúsund tonnum í þorskígildum talið. Aukning á milli ára samsvarar um 25 þúsund þorskígildistonnum. Það skip sem fær úthlutað mestu aflamarki er Sólberg ÓF 1, en það fær 10.760 þorskígildistonn eða 2,7% af úthlutuðum þorskígildum. Nú er aflamarki í hlýra úthlutað í fyrsta sinn og hefur hlutdeildum í þeirri tegund verið úthlutað á grundvelli veiðireynslu undanfarinna 3 ára.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica