Fréttir

Kemur þú ekki örugglega með allan afla að landi? - 26.2.2021

Að gefnu tilefni vill Fiskistofa vekja athygli á að brottkast er bannað og skylt er að hirða og landa öllum afla sem kemur í veiðarfæri fiskiskipa. Fáeinar undantekningar eru þó frá þessari meginreglu. Hér er að finna samantekt um helstu undantekningar frá brottkastbanni.


Lesa meira

Heimildir Fiskistofu til að nýta dróna við eftirlit - 19.2.2021

Mikið hefur verið fjallað um eftirlit Fiskistofu með drónum í fjölmiðlum undanfarna daga. Umfjöllunin hefur m.a. lotið að því að notkun dróna við eftirlit sé ólögmætt og brjóti á friðhelgi einkalífs þeirra sem eftirlitið beinist að.

Af því tilefni vill Fiskistofa ítreka að á síðasta ári var fyrirhugað eftirlit með drónum kynnt Persónuvernd. Með hliðsjón af lögbundnu eftirlitshlutverki Fiskistofu með fiskveiðum taldi Persónuvernd að vinnsla Fiskistofu á viðkvæmum persónuupplýsingum eins og lýst var gæti fallið undir lögbundið hlutverk Fiskistofu. Þá komu einnig fram gagnlegar ábendingar um hvernig eftirlitinu skyldi háttað og hverju þyrfti að huga að til að notkun dróna við fiskveiðieftirlit samræmdist lögum um persónuvernd.
 
Sjá nánar samskipti Fiskistofu og Persónuverndar hér

Lesa meira

Drónar - mikilvæg nýjung í eftirliti Fiskistofu - 15.2.2021

Fiskistofa hóf notkun dróna við eftirlit nú í janúar. Þeir nýtast sem framlenging á augum eftirlitsmanna við aðstæður þar sem erfitt er að komast að til eftirlits. Er það mat Fiskistofu að notkun þeirra hafi ákveðinn fælingarmátt og varnaðaráhrif. Eftirlit með drónum hefur þegar skilað nokkum tilvikum þar sem því miður virðist sem brotið hafi verið á þeim reglum sem gilda um fiskveiðar. Vonir Fiskistofu stóðu til þess að notkun drónanna myndi sýna fram á að umgengni við auðlindina væri til fyrirmyndar.

Lesa meira

Álagning veiðigjalds 2020 - 9.2.2021

Fiskistofa hefur lokið álagningu veiðigjalds vegna ársins 2020.  Alls nemur álagningin tæpum 4,8 milljörðum króna.  Til samanburðar nam álagning vegna 2019 rúmlega 6,6 milljörðum króna.


Gjaldendur veiðigjalds á árinu 2020 voru alls 934.  Þeir voru flestir yfir sumartímann vegna strandveiðanna, á milli  7 og 8 hundruð talsins.  Fámennastur var gjaldendahópurinn í janúar 2020 eða um 150. Ef litið er til 16 stærstu gjaldendanna þá greiddu þeir samanlagt tæpa 3,0 milljarða í veiðigjald á árinu 2020 af þeim 4,8 milljörðum sem veiðigjaldið skilaði.


Hér er hægt að nálgast upplýsingar um álagninguna  á veiðigjaldi 2020 og  öll fyrri ár.  Meðal annars má skoða skrá yfir álagt gjald hvers gjaldanda og margvísleg talnagögn um veiðigjaldið.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica