Fréttir

Afladagbókin - Smáforrit fyrir rafræna skráningu afla - 15.1.2020

Fiskistofa kynnir smáforrit fyrir rafræna skráningu afla í stað afladagbóka á pappír.

Fiskistofa hefur látið smíða, í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og hugbúnaðarfyrirtækið Stokk, smáforritið Afladagbókina. Innleiðing á notkun smáforritsins hefst á næstunni.


Hægt er að sækja forritið í App Store og Play Store en beðið er eftir reglugerð frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu áður en notkun smáforritsins getur hafist. Með tilkomu appsins er stigið stórt framfaraskref sem felur í sér bætta yfirsýn og vinnusparnað fyrir útgerðir, skipstjórnarmenn sem og stjórnsýslu.

Lesa meira

Ísprósenta í nóvember og desember - 6.1.2020

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í nóvember og desember 2019. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera rúmum 5 prósentustigum minni og upp í að vera rúmum 4 prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað var án eftirlits.

Lesa meira

Afli úr deilistofnum - 3.12.2019

Fiskistofa hefur tekið saman yfirlit yfir afla fyrstu ellefu mánuði ársins í norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna. 

Lesa meira

Samstarfssamningur við Grænlendinga - 11.10.2019

Þann 10. október sl. var undirritaður í Nuuk á Grænlandi samningur um samstarf Íslands og Grænlands á sviði fiskveiðistjórnunar. Þjóðirnar eiga ríkra sameiginlegra hagsmuna að gæta þegar kemur að nýtingu auðlinda hafsins og eru fiskistofnar ein þeirra mikilvægustu. Samstarf Fiskistofu á Íslandi og Greenland Fisheries License Control Authority á  Grænlandi hefur verið mikið og gott og hefur nú verið formfest með undirritun samningsins.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica