Fréttir

Helmingur strandveiðiaflans kominn í land - 17.7.2018

Þann 12. júlí hafði helmingur af útgefnum aflaheimildum í strandveiðum sumarsins verið landað.  Bátarnir sem stunda veiðarnar voru þá orðnir 512 sem er töluvert færri bátar en undanfarin sumur.  Töluverð brögð eru að því að bátar veiði meira en heimilt er í hverri veiðiferð og fengu 272 bátar tilkynningu um umframafla í júní.  Reikna má með að eftir maí og júní renni tæpar 12 milljónir króna til ríkisins af þessum sökum því andvirði umframafla er innheimt af þeim sem veiða hann og sá afli er engu að síður dreginn af  aflaheimildum til strandveiða.
Lesa meira

Íshlutfall í maí og júní - 10.7.2018

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í maí og júní 2018. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera rúmlega 6 prósentustigum minni og upp í að vera rúmum 3  prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits.

Lesa meira

Markvisst og hagkvæmt eftirlit með vinnsluskipum - 17.5.2018

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri  Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, gagnrýnir í grein  kostnað við eftirlit Fiskistofu með vinnsluskipum. Bent skal á að vinnsluskipin í flotanum landa sjávarafurðum en ekki afla og beitt er sérstökum aðferðum við að reikna út afla þeirra til kvóta. Mikilvægt er að tryggja að þetta sé  rétt gert til að jafnrétti ríki um nýtingu sjávarauðlinda þjóðarinnar.  Almennt er eftirlitsmaður með í för í einni af hverjum tíu veiðiferðum þessara skipa. Í ferðunum sinna eftirlitsmennirnir jafnframt gagnaöflun fyrir Hafrannsóknastofnun og eftirliti með fiskvinnslunni um borð fyrir Matvælastofnun. Eftirlit þetta er markvisst og hagkvæmt og þjónar bæði hag þjóðarinnar og útgerða.
Lesa meira

Íshlutfall í mars og apríl - 14.5.2018

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í mars og apríl 2018. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera rúmlega 8 prósentustigum minni og upp í að vera rúmum 6  prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica