Fréttir

Mælingar á undirmáli - 5.10.2020

Komið er til móts við þá sem  fá smáfisk í veiðiferð með því að draga einungis helming af kvótanum af bátnum og vinna þannig gegn brottkasti.  Á móti kemur að þetta fyrirkomulag skapar freistingu til að skrá stærri fisk sem undirmál og minnka þannig kvótafrádráttinn á móti aflanum.


Eftirlitsmenn Fiskistofu hafa reglulega eftirlit með réttmæti skráningar á undirmálsafla bæði á hafnarvog og í vinnsluhúsum.  Þetta er gert með því að taka prufur úr lönduðum undirmálsafla og athuga hvort flokkunin í undirmál standist þær reglur sem um hana gilda.


Fiskistofa hefur tekið saman niðurstöður undirmálsmælinga á undanförnum 5 árum skipt eftir þeim veiðarfærum sem aflinn veiddist á. 


Fiskistofa hyggst á næstunni birta frekai upplýsingar um löndun og skráningu  á undirmálsafla, m.a. verða þar upplýsingar um  hvernig slíkar landanir skiptast eftir höfnum. Lesa meira

Hlutdeildir stærstu útgerðanna - 21.9.2020

Fiskistofa hefur tekið saman skrá yfir 100 stærstu handhafa hlutdeilda og 50 stærstu handhafa krókaaflahlutdeilda miðað við upphaf fiskveiðiársins 2020/2021 1. september sl. Útgerðarfélagið Brim ræður yfir mestum hlutdeildum, síðan  koma Samherji og Síldarvinnslan.  Grunnur ehf í Hafnarfirði ræður yfir mestri krókaaflamarkshlutdeild.


Fiskistofa hefur eftirlit með því að yfirráð einstakra aðila yfir aflahlutdeildum fari ekki umfram þau mörk sem lög kveða á um og bregst við þegar svo ber undir. Að þessu sinni er ekki um það að ræða að útgerð ráði yfir meiri hlutdeildum en heimilt er.


Lesa meira

Aflabrögð á fiskveiðiárinu 2019/2020 - 15.9.2020

Fiskistofa hefur tekið saman til bráðabirgða helstu tölur um afla og nýtingu kvóta á nýliðnu  fiskveiðiári sem lauk  31. ágúst sl.

Heildarafli íslenska flotans á fiskveiðiárinu nam rétt rúmlega  einni milljón tonna upp úr sjó. Til samanburðar var aflinn á fyrra ári  rúm 1,1 milljón tonn. Samdráttur í heildarafla milli ára nam um 7,5%.

Athygli vekur  aukinn afli á þorski í íslenskri lögsögu upp á 6,4 þúsun tonn á meðan þorskafli Íslendinga í Barentshafi  dróst saman um 3,8 þúsund tonn.

Uppsjávaraflinn nam 521 þúsund tonnum og samdráttur var í veiði á skel og krabbadýrum. 

Almennt var nýting á kvóta í góðu jafnvægi og sambærileg við undangengin ár. Lesa meira

Aflasamsetning í þorskanetum og botnvörpu - 14.9.2020

Fiskistofa birtir upplýsingar um aflasamsetningu á hinum ýmsu tegundum veiða eftir því hvort eftirlitsmenn stofnunarinnar voru með í för eða ekki. Þetta er mikilvægur þáttur í að fylgja eftir því hlutverki Fiskistofu að gæta hagsmuna þjóðarinnar við ábyrga nýtingu á auðlindum hafsins.


Fiskistofa birtir að þessu sinni  upplýsingar um aflasamsetningu skipa á veiðum með þorskanet og  botnvörpu eftir því hvort eftirlitsmenn stofnunarinnar voru með í för eða ekki. Hér má sjá aflasamsetningu skipa á slíkum veiðum á tímabilinu janúar til júní 2020.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica