Fréttir

Íshlutfall í júlí og ágúst - 14.9.2018

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í júlí og ágúst 2018. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera 10 prósentustigum minni og upp í að vera tæpum 4  prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits.

Lesa meira

Úthlutun aflamarks 2018/2019 - 31.8.2018

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 sem hófst 1. september. Að þessu sinni var úthlutað 390 þúsund tonnum í þorskígildum talið. Aukning á milli ára samsvarar um 25 þúsund þorskígildistonnum. Það skip sem fær úthlutað mestu aflamarki er Sólberg ÓF 1, en það fær 10.760 þorskígildistonn eða 2,7% af úthlutuðum þorskígildum. Nú er aflamarki í hlýra úthlutað í fyrsta sinn og hefur hlutdeildum í þeirri tegund verið úthlutað á grundvelli veiðireynslu undanfarinna 3 ára.

Lesa meira

Umframafli strandveiðibáta í júlí - 15.8.2018

Í sumar hafa 544 bátar stundað strandveiðar. Þeir eru 205 á svæði  A, 108 á svæði B, 121 á svæði C og 123 á svæði D.  Aflinn er kominn í  tæp 8.320 tonn en hemilt er að veiða allt að 10.200 tonnum af kvótafiski öðrum en ufsa.  Um 300 tonn af ufsa hafa verið veidd og  sett í VS-sjóðinn skv. reglum þar um.  Heildarheimildin til að ráðstafa ufsa með þeim  hætti er fyrir 700 tonn.  Álagning vegna umframafla strandveiðibáta í maí til júlí losar 20 milljónir króna sem renna í ríkissjóð.  Ef fram heldur sem horfir má ætla að  umframafli strandveiðbáta verði töluvert meiri en undanfarin ár. Hér má sjá hvaða bátar  voru kræfastir í umframaflaveiðum í júlí.
Lesa meira

Veiðieftirlitsmenn í Stykkishólmi og á Höfn í Hornafirði - 25.7.2018

Fiskistofa óskar eftir að ráða tvo metnaðarfulla og jákvæða starfsmenn í veiðieftirlit, einn á hvorn stað. Mannauður Fiskistofu er grunnstoðin í starfsemi hennar og er lögð mikil áhersla á starfsþróun, teymisvinnu og þekkingarmiðlun.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica