Fréttir

Grásleppuvertíðin: afli og meðafli - 18.5.2020

grasleppa_um_bord.bmpFiskistofa hefur tekið saman yfirlit yfir afla og meðafla grásleppubáta á vertíðinni sem stóð frá 10. mars og fékk óvæntan endi 2. maí í tilefni af endurmati Hafrannsóknarstofnunar á stöðu stofnsins og aflabrögðum.


Það lönduðu 163 grásleppubátar sem lönduðu um 4.685 tonnum af grásleppu en meðaflinn í öðrum fisktegundum var um 605 tonn.

 

Hafnir með flesta báta, landanir og afla voru Bakkafjörður, Ólafsfjörður og Siglufjörður.  Hæst hlutfall meðafla var á Ársskógssandi, Ólafsvík og Dalvík en nokkrar hafnir eru ekki með neinn skráðan meðafla.

Lesa meira

Minni afli í kolmunna en undanfarin ár - 12.5.2020

Veiðar uppsjávarskipa á kolmunna það sem af er árinu er mun lakari en á sama tíma þrjú undangengin ár. Aðeins veiddust um 93 þúsund tonn af kolmunna frá janúar til aprílloka. Kolmunnaveiðin það sem af er maímánuði gefur ekki tilefni til bjartsýni um að veiðarnar í ár slái við undangengnum þremur árum. Þótt uppsjávarskipin séu ekki mörg í íslenska flotanum teljast til þeirra mörg af öflugustu fiskiskipunum. Yfir árið sækja þessi skip mismunandi tegundir uppsjávarfisks þar sem vertíð í einni tegund tekur við af annarri.


Lesa meira

Hlutdeildir stærstu útgerða - 27.4.2020

Fiskistofa hefur tekið saman skrá yfir 100 stærstu handhafa hlutdeilda og 50 stærstu handhafa krókaaflahlutdeilda miðað við stöðuna 31. mars sl. eftir úthutun á aflamarki  í upphafi nýs fiskveiðiárs og nokkra bið í óvissu um mögulega úthlutun loðnukvóta. Útgerðarfélagið Brim ræður yfir mestum hlutdeildum, síðan  koma Samherji og Síldarvinnslan.  Grunnur ehf í Hafnarfirði ræður yfir mestri krókaaflamarkshlutdeild. Fiskistofa hefur eftirlit með því að yfirráð einstakra aðila yfir aflahlutdeildum fari ekki umfram þau mörk sem lög kveða á um og bregst við þegar svo ber undir. Að þessu sinni er ekki um það að ræða að útgerð ráði yfir meiri hlutdeildum en heimilt er.

Lesa meira

Aflabrögð á fyrra helmingi fiskveiðiársins - 20.4.2020

Heildarafli íslenska flotans þegar fiskveiðiárið 2019/2020 er hálfnað nemur rúmlega 420 þúsund tonnum upp úr sjó. Til samanburðar var aflinn á sama tímabili í fyrra rúm 496 þúsund tonn. Þetta er samdráttur í heildarafla sem nemur um 15% eða um 76 þúsund tonnum. Þar veldur  samdréttur í uppsjávarafla mestu en einnig hefur lélegt veðurfar í janúar skipt töluverðu máli í botnfiskveiðum.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica