Fréttir

Lágmörkum umframafla í strandveiðum - 28.4.2017

Eins og flestir vita má ekki veiða meira en sem samsvarar 650 kg, í þorskígildum talið, af kvótabundnum tegundum í hverri veiðiferð á strandveiðum. Á undanförnum árum  hefur borið á því að  nokkuð er um að menn veiði umfram þetta hámark. 

Endurgreiða þarf andvirði umframaflans í ríkissjóð en sá afli sem um ræðir dregst engu að síður frá þeim afla sem er til skiptanna á veiðunum.  Fyrir vikið runnu tæpar  40 milljónir króna í ríkissjóð í fyrra sem ella hefðu farið í vasa strandveiðimanna.

Fiskistofa hvetur strandveiðimenn til að gæta sem best að því að veiða ekki umframafla. Í sumar verður tekið upp það nýmæli að listi yfir þá báta sem veiða mest umfram verður birtur  í hverjum mánuði á vef Fiskistofu.
Lesa meira

Aflabrögð á grásleppuvertíð - 26.4.2017

Heimild: smabatar.isÞað sem af er vertíð eru komin á land 1.858 tonn af grásleppu. Þetta er nokkuð minni afli en á sama tíma á síðustu vertíð en þá höfðu 3.720 tonnum verið landað. Grásleppuaflinn er því tæplega helmingi minni á þessari vertíð miðað við vertíðina í fyrra.

Lesa meira

Afli úr deilistofnum - 18.4.2017

Veiðar íslenskra skipa úr deilistofnum hófust í mars mánuði. Alls lönduðu fjögur skip afla úr kolmunna í mánuðinum alls 10.423 tonn. Jón Kjartansson SU-111 hefur landað mestum kolmunnaafla á vertíðinni eða 2.810 tonn og Börkur NK-122 hefur landað 1.830 tonn.

Lesa meira

Hlutfall kælimiðils í afla - 6.4.2017

Fiskistofa birtir nú samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið á tímabilinu janúar  til mars 2017.  Það sýnir sig að veginn ís í afla  hjá vigtunarleyfishöfunum er allt frá því að vera rúmlega 12 prósentustigum minni og upp í að vera næstum 5 prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica