Fréttir

Afli úr deilistofnum - 5.12.2017

Það sem af er ári hafa íslensk skip veitt rúm 198 þúsund tonn af kolmunna.  Aflinn á sama tíma í fyrra var nokkuð minni eða 163.023 tonn.  Makrílvertíð er lokið og er heildarafli íslenskra skipa á vertíðinni 167 þúsund tonn. Þetta er litlu minni afli en á sama tíma í fyrra þegar hann var 168 þúsund tonn.

Lesa meira

Eftirlit með brottkasti og endurvigtun afla - 22.11.2017

Í tilefni af umfjöllun um brottkast á fiski og misfellur í vigtun afla við löndun hefur Fiskistofa tekið saman upplýsingar um viðbrögð stofnunarinnar við myndum af brottkasti frá togaranum Kleifabergi og viðleitni Fiskistofu til að þrýsta á um bættar reglur um  vigtun sjávarafla. Þá er tilefni til að skýra hvernig Fiskistofa byggir eftirlit með veiðum og vinnslu á áhættugreiningu og auðveldu aðgengi allra að víðtækum upplýsingum um sjávarútveg.
Lesa meira

Afli erlendra skipa - 14.11.2017

Færeyskir línubátar hafa á tíu fyrstu mánuðum ársins veidd  5.386 tonn af bolfiski í íslenskri lögsögu. Þetta er aðeins meiri afli en í fyrra sem var 5.230 tonn. Þorskaflinn er orðinn 2.268 tonn en á sama tíma í fyrra var hann 1.678 tonn. Þess má geta að heimildir færeyskra skipa til þorskveiða innan íslenskrar lögsögu er nú 567 tonn.

Lesa meira

Hlutfall kælimiðils í afla - 6.11.2017

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í september og október 2017. Það sýnir sig að veginn ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum er allt frá því að vera tæplega 4 prósentustigum minni og upp í að vera rúmum 9 prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað er án eftirlits. Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica