Fréttir

Aflabrögð á fiskveiðiárinu 2019/2020 - 15.9.2020

Fiskistofa hefur tekið saman til bráðabirgða helstu tölur um afla og nýtingu kvóta á nýliðnu  fiskveiðiári sem lauk  31. ágúst sl.

Heildarafli íslenska flotans á fiskveiðiárinu nam rétt rúmlega  einni milljón tonna upp úr sjó. Til samanburðar var aflinn á fyrra ári  rúm 1,1 milljón tonn. Samdráttur í heildarafla milli ára nam um 7,5%.

Athygli vekur  aukinn afli á þorski í íslenskri lögsögu upp á 6,4 þúsun tonn á meðan þorskafli Íslendinga í Barentshafi  dróst saman um 3,8 þúsund tonn.

Uppsjávaraflinn nam 521 þúsund tonnum og samdráttur var í veiði á skel og krabbadýrum. 

Almennt var nýting á kvóta í góðu jafnvægi og sambærileg við undangengin ár. Lesa meira

Aflasamsetning í þorskanetum og botnvörpu - 14.9.2020

Fiskistofa birtir upplýsingar um aflasamsetningu á hinum ýmsu tegundum veiða eftir því hvort eftirlitsmenn stofnunarinnar voru með í för eða ekki. Þetta er mikilvægur þáttur í að fylgja eftir því hlutverki Fiskistofu að gæta hagsmuna þjóðarinnar við ábyrga nýtingu á auðlindum hafsins.


Fiskistofa birtir að þessu sinni  upplýsingar um aflasamsetningu skipa á veiðum með þorskanet og  botnvörpu eftir því hvort eftirlitsmenn stofnunarinnar voru með í för eða ekki. Hér má sjá aflasamsetningu skipa á slíkum veiðum á tímabilinu janúar til júní 2020.

Lesa meira

Íshlutfall í maí til ágúst - 3.9.2020

Fiskistofa beitir margvíslegum aðferðum við að framfylgja því meginhlutverki sínu að gæta hagsmuna þjóðarinnar við ábyrga nýtngu á auðlindum hafs og vatna.  Ein þeirra felst í eftirliti með að vigtun sjávarafla  fari  fram með réttum hætti.  Þess þarf að gæta að hllutfalli kælimiðils (sem oftast er ís) og aflans sé rétt haldið til haga.


Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í maí til ágúst 2020. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera tæpum 9 prósentustigum minni og upp í að vera rúmlega 4 prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað var án eftirlits. Þar sem munurinn var mestur þýðir þetta að ís við yfirstöðu reyndist vera einungis um 43% af því ísmagni sem skráð var þegar eftirlitsmaður var ekki á staðnum.

Lesa meira

Nýtt fiskveiðiár 1. september - 28.8.2020

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 sem hefst 1. september. Að þessu sinni var úthlutað 353 þúsund tonnum í þorskígildum talið. Þetta er 19 þúsund þorskígildistonnum minna en úthlutað var við upphaf fyrra fiskveiðiárs.


Nú er það Guðmundur í Nesi sem slær út Sólbergið sem það skip sem fær mestu aflamarki úthlutað.  Guðmundur í Nesi fær 13.714 þorskígildistonnum úthlutað en Sólberg fær úthlutað 10.670 þorskígildistonnum - það er um 300 tonnum meira en í fyrra en dugar ekki til þegar  Guðmundur í Nesi bætti við sig um 3.000 tonnum.. Þessi tvö skip skera sig úr frá öðrum skipum að þessu leyti.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica