Fréttir

Eftirlit með netaveiði á göngusilungi í sjó - 9.7.2020

Fiskistofa var ásamt Landhelgisgæslunni við eftirlitsflug í gær sem beindist að því að kanna netalagnir vegna veiði á göngusilungi í sjó. Samstarf við Landhelgisgæsluna er afar gagnlegt fyrir Fiskistofu en með eftirlitsflugi er hægt að komast yfir stórt svæði á skömmum tíma.

Lesa meira

Strandveiðarnar í maí - 22.6.2020

Fiskistofa hefur tekið saman ýmsar upplýsingar um strandveiðarnar í  maímánuði og borið þær saman við fyrra ár.  Heldur fleiri bátar voru á veiðum í maí og aflinn reyndist um 130 tonnum meiri en  á sama tíma í fyrra. Af 590 bátum sem fengu strandveiðileyfi í maí voru 133 sem ekki höfðu stundað neinar aðrar veiðar á fiskveiðiárinu.  Þegar  strandveiðibátar ársins 2019 eru skoðaðir kemur í ljós að þeir stunda töluverðar veiðar  að hausti og svo aftur nú í vor fyrir strandveiðitímabilið.


Lesa meira

Íshlutfall í febrúar til apríl - 9.6.2020

Fiskistofa birtir hér samanburð á vigtun afla hjá vigtunarleyfishöfum þegar eftirlitsmenn hafa staðið yfir endurvigtun og þegar svo hefur ekki verið í febrúar, mars og apríl 2020. Ís í afla hjá vigtunarleyfishöfunum reyndist allt frá því að vera rúmum 6 prósentustigum minni og upp í að vera 4 prósentustigum meiri við yfirstöðu eftirlitsmanns en þegar vigtað var án eftirlits. Þar sem munurinn var mestur þýðir þetta að ís við yfirstöðu reyndist vera einungis um 42% af því ísmagni sem skráð var þegar eftirlitsmaður var ekki á staðnum.

Lesa meira

Grásleppuvertíðin: afli og meðafli - 18.5.2020

grasleppa_um_bord.bmpFiskistofa hefur tekið saman yfirlit yfir afla og meðafla grásleppubáta á vertíðinni sem stóð frá 10. mars og fékk óvæntan endi 2. maí í tilefni af endurmati Hafrannsóknarstofnunar á stöðu stofnsins og aflabrögðum.


Það lönduðu 163 grásleppubátar sem lönduðu um 4.685 tonnum af grásleppu en meðaflinn í öðrum fisktegundum var um 605 tonn.

 

Hafnir með flesta báta, landanir og afla voru Bakkafjörður, Ólafsfjörður og Siglufjörður.  Hæst hlutfall meðafla var á Ársskógssandi, Ólafsvík og Dalvík en nokkrar hafnir eru ekki með neinn skráðan meðafla.

Lesa meira

Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica