Fréttir

Aflabrögð á grásleppuvertíð

26.4.2017

Á fyrstu 38 dögum vertíðar eru grásleppuaflinn 2.236 tonn. Þetta er nokkuð minni afli en á sama tíma á síðustu vertíð en þá höfðu 3.720 tonnum verið landað. Grásleppuaflinn er því tæplega helmingi minni á þessari vertíð miðað við vertíðina í fyrra.

Þegar skoðaður er meðalafli á bát eftir vertíðinum þá er afli á bát á yfirstandandi vertíð 11,2 tonn en í fyrra 20,0 tonn. Þetta nær yfir 36 fyrstu dögum vertíðar (Heimild: smabatar.is).

Í stöplaritinu hér til hliðar má sjá grásleppuafla síðastliðnar sex vertíðir fram til 25. apríl.

Alls hafa 157 bátar sótt um leyfi til grásleppu-veiða á þessari vertíð. Fjöldi útgefinna leyfa er æði misjafn milli svæða. Aðeins fjögur leyfi hafa verið gefin út fyrir svæði G sem er svæðið frá Hvítingum  vestur til Garðskagavita en 77 leyfi fyrir svæði E sem nær frá Skagatá austur að Fonti á Langanesi.

Það sem af er vertíð er Finni NS-21  aflahæst með 39,2 tonn en hann er gerður út á svæði F sem er Norðaustur-land. Næstur í röðinni er Glettingur NS-100 með 34,2 tonn. Á myndinni hér til hliðar má sjá tíu aflahæstu báta vertíðarinnar og einnig hvar þeir enduðu eftir síðustu vertíð. Á töflunni kemur fram að Finni NS-21 endaði í 103 sæti yfir aflahæstu bátanna á síðustu vertíð og Glettingur NS-100 Í 134 sæti.


Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica