Afladagbókin - Smáforrit fyrir rafræna skráningu afla
Rafræn skráning í snjallsíma
Fiskistofa hefur látið smíða, í samstarfi við Hafrannsóknastofnun og hugbúnaðarfyrirtækið Stokk, smáforritið Afladagbókina og vefsíðuna aflaskraning.is. Innleiðing á notkun smáforritsins fyrir snjalltæki í stað afladagbóka á pappír er hafin.
Stærri skip skila rafrænum afladagbókum til Fiskistofu en flestallir smábátar hafa skilað afladagbókum á pappír.
Hægt er að sækja forritið í App Store og Play Store í snjalltækjum.
Afladagbókin virkar þannig að eingöngu þarf að vera í síma- eða netsambandi við upphaf og lok veiðiferðar. Afladagbókin skráir sjálfkrafa staðsetningu bátsins við veiðar og skipstjórnarmenn skrá afla, ástand hans og meðafla með einföldum hætti í forritinu.
Fáum blandast hugur um að með tilkomu appsins er stigið stórt framfaraskref sem felur í sér bætta yfirsýn og vinnusparnað fyrir útgerðir, skipstjórnarmenn sem og stjórnsýslu.
Hægt er að hlaða niður
aflaskráningarappinu í gegnum App Store og Play Store. Það heitir þar Afladagbókin.
Sjá nánari leiðbeiningar um virkjun appsins og notkun þess. Formleg innleiðing hefur hafist í samræmi við nýja reglugerð um skráningu og rafræn skil aflaupplýsinga. Athugið að áður en byrjað er að nota appið þarf að skrá skipstjóra inn á vefsíðunni aflaskraning.is.
Smellið hér eða á myndina til að sjá kynningarmyndband.