Fréttir

Afli erlendra skipa

26.10.2016

Færeyskir bátar langt komnir með þorskheimildir

Það sem af er ári hafa Færeyskir bátar landað tæpum 4.897 tonnum af bolfiski af Íslands-miðum. Mest var um þorsk í aflanum eða 1.606 tonn og ýsaflinn var 1.173 tonn. Þess má geta að heimildir færeyskra báta til þorskveiða á þessu ári eru 1.900 tonn og eru þeir því búnir að nýta 85% heimildir sínum í tegundinni. Hins vegar er leyfilegur heildarafli færeyskra báta í bolfiski 5.600 tonn.  Alls hafa fimmtán bátar sem höfðu leyfi til línuveiða á árinu landað bolfiski úr lögsögunni. Aflahæstur færeysku bátanna á árinu er Eivind VA-132 með 654 tonn og Stapin FD-32 með 581 tonn.

Tveir norskir línubátar voru að veiðum í landhelginni á vormánuðum og hafalandað rúmlega 661 tonn af bolfisk samkvæmt upplýsingum frá þarlendum stjórnvöldum. Mest var um löngu í aflanum eða 302 tonn og keiluaflinn var 230 tonn.

Sjötíu og tvö erlend skip voru á loðnuveiðum á árinu

Brosme_brosmeSkip frá þremur erlendum ríkjum stunduðu veiðar á loðnu á Íslandsmiðum á árinu eins og undanfarin ár. Færeysk skip lönduðu í febrúar og marsmánuði 8.767 tonn en norsk skip veiddu 59.382 tonn og grænlensk skip 3.547 tonn. Alls veiddu erlend skip því 71.696 tonn af loðnu úr lögsögunni á árinu.

Alls veiddu  sjötíu og tvö erlend skip loðnu úr íslenskri lögsögu á yfirstandandi vertíð. Aflahæsta skipið var grænlenska skipið Polar Amaroq með 3.546 tonn en þetta var eina grænlenska skipið sem var á loðnuveiðum á árinu.. Aflahæsta færeyska skipið var Norðborg KG-689 með 2.664 tonn og aflahæsta norska skipið var Kvannöy með 1.971 tonn. Alls voru sextíu og sex norsk skip á loðnuveiðum á vertíðinni og fimm færeysk skip.

Hér má skoða nánar skiptingu afla erlendra ríkja eftir tegundum og mánuðum.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica