Afli í deilistofnum
Fiskistofa hefur tekið saman yfirlit yfir afla fyrstu níu mánuði ársins í norsk-íslenskri síld, makríl, úthafskarfa á Reykjaneshrygg og kolmunna.
Góð aflabrögð í kolmunna
Það sem af er ári hafa íslensk skip veidd rúm 184 þúsund tonn af kolmunna. Aflinn á sama tíma í fyrra var nokkuð minni eða 163.023 tonn. Mestur afli á þessari vertíð er fenginn að venju í lögsögu Færeyja eða rúm 158.891 tonn og í íslenskri lögsögu 17.563 tonn. Aflahæsta skipið í kolmunnaveiðum á þessari vertíð er Víkingur AK-100 með 15..486 tonn. Næst kemur Venus NS-150 með 14.833 tonn.
Litlu minni makrílafli en á síðasta ári
Makrílvertíð er nánast lokið og er heildarafli íslenskra skipa á
vertíðinni 167 þúsund tonn. Þetta er litlu minni afli en á allri vertíðinni í
fyrra þegar hann var 172 þúsund tonn. Íslensk skip fengu 106,1 þúsund tonn eða
63,5% aflans í íslenskri lögsögu en 57,8 þúsund tonn á alþjóðlegu hafsvæði.
Aflahæsta skipið á makrílveiðunum á vertíðinni er Venus NS-150 með 11.723 þúsund tonn. Næst kemur Víkingur AK-100 með 11.400 tonn og Vilhelm Þorsteinsson EA-11 með 9.955 tonn.
Síldarafli svipaður og á síðasta ári
Heildarafli íslenskra skipa í norsk-íslenskri síld er það sem af er ári 50.739 tonn en á síðasta ári var aflinn 50.186 tonn. Aflinn er að mestu fenginn úr íslenskri lögsögu alls 47.201 tonn eða 93% og 2.810 tonn úr alþjóðlegu hafsvæði.
Skiptingu afla íslenskra skipa í úthafstegundum eftir veiðisvæðum er hægt að skoða hér.