Fréttir

Fiskveiðiárið 2015/2016 - yfirlit

9.11.2016

Fiskistofa hefur tekið saman margvíslegar yfirlitsupplýsingar um  fiskveiðárið 2015/2016.

Heildarafli íslenskra skipa  á fiskveiðiárinu var rúmlega 1.047 þúsund tonn sem er nokkuð minni afli en árið á undan. Botnfiskafli jókst frá fiskveiðiárinu 2014/20145 um þá jókst uppsjávarafli um rúm 24 þúsund tonn en mikill samdráttur var í uppsjávarafla eða um 330 þúsund tonn.

Af öðrum athyglisverðum upplýsingum sem koma fram í yfirlitinu yfir veiðar og afla á fisk-veiðiárinu 2015/2016 má nefna verulega aukningu í flutningi aflamarks milli skipa og góðum aflabrögðum á strandveiðum. 

Hér má nálgast rafrænt yfirlit yfir veiðar og afla á fiskveiðiárinu 2015/2016

Í yfirlitinu er hægt að tengjast margvíslegum gagnvirkum síðum sem sækja upplýsingar í gagna-grunna Fiskistofu. Þá er neðst á síðunni prentvæn samantekt á yfirlitinu í PDF-formi. Einnig er þar talnaefni sem tengist yfirlitinu í Excel-skjali handa þeim sem vilja kynna sér gögn og vinna frekar úr þeim.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica