Fréttir

Fiskveiðiárið – þriggja mánaða yfirlit

Samanburður við fyrra fiskveiðiár - staðan 30. nóvember 2016

13.12.2016

Heildarafli íslenska flotans á fyrstu 3 mánuðum fiskveiðiársins 2016/2017, frá 1. september 2016 til loka nóvember 2016, nam tæpum 272 þúsund tonnum upp úr sjó. Til samanburðar var aflinn á sama tímabili í fyrra rúm 259 þúsund tonn. Þetta er aukning í heildarafla sem nemur um 5,0% eða rúmum 12 þúsund tonnum. Þetta skýrist að mestu af aukningu á þorsk- og makrílafla.

Botnfiskur

icelandic_codÁ fyrstu 3 mánuðum yfirstandandi fiskveiðiárs veiddu íslensk skip um 694 tonnum meira af þorski (1,0%) en samdráttur var í ýsuafla um  1,2 þúsund tonnum. Þá dróst ufsaaflinn saman á milli ára um 496 tonn sem er samdráttur um 5,2%. Heildaraflinn í botnfiski er á þremur fyrstu mánuðum fiskveiði-ársins 120.855 tonn samanborið við 123.193 tonn á sama tímabili í fyrra. Þetta er samdráttur upp á 1,9%.

Uppsjávarfiskur

Á þremur fyrstu mánuðum fiskveiðiársins nam uppsjávarafli íslenskra skipa 148.756 tonnum. Þetta er 14.785 tonnum meiri afli en á sama tímabili á síðasta fiskveiðiári. Helst er það aukning í afla úr norsk-íslenska síldarstofninum og aukning á makrílafla sem skýrir þessa aukningu. Hins vegar var verulegur samdráttur í kolmunnaafla eða úr 19 þúsund tonnum niður í 6 þúsund tonn.

 

Skel-  og krabbadýr

Afli íslenskra skipa í skel- og krabbadýrum á þremur fyrstu mánuðum fiskveiðiársins er sambærilegur við aflann á sama tíma í fyrra. Aukningin á yfirstandandi fiskveiðiári nemur aðeins um 18 tonnum. Helsti munurinn er sá að aukning er í afla á sæbjúgu úr 410 tonnum í 763 tonnum og afli í ígulkeri úr 125 tonnum í 163 tonn. Samdráttur varð hins vegar í rækjuafla úr 1.164 tonnum niður í 805 tonn og humarafli dróst verulega saman úr 269 tonn niður í 133 tonn (-51%).

 

Nýting aflamarks- og krókaaflamarksbáta á aflaheimildum í þorski og ýsu

Við lok fyrsta fjórðungs fiskveiðiársins 2016/2017 hafa aflamarksskip nýtt um 29,9% af aflaheimildum sínum í þorski (er þá tekið tillit til flutnings heimilda frá fyrra fiskveiðiári, sérstakra úthlutana auk almennrar úthlutunar á grundvelli aflahlutdeildar). Þetta er sama hlutfall og á fyrra fiskveiðiári, en um 1,6% meira aflamagn, þar sem aukning var í aflaheimildum milli ára. Þorskafli aflamarksskipa til kvóta á þessum helmingi fiskveiðiársins nam tæpum 47,7 þúsund tonnum. Þegar litið er til aflamarks í ýsu á sama tímabili þá hafa aflamarksskip veitt um 5 þúsund tonn og nýtt 20,9% ýsukvótans samanborið við 22,7% á fyrra ári. Í heildina þá hafa aflamarksbátar notað 31,0% af heildaraflamarki sínu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár miðað við 31,2% á fyrra ári.

Krókaaflamarksbátar hafa nýtt um 24,6% af aflaheimildum sínum í þorski (er þá tekið tillit til flutnings heimilda frá fyrra fiskveiðiári, sérstakra úthlutana auk almennrar úthlutunar á grundvelli aflahlut-deildar). Á fyrra fiskveiðiári var þetta hlutfall 25,6%.  Þorskaflinn hjá þeim var kominn í um 8.840 þúsund tonn í lok nóvember saman borið við tæp 8.983 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Afli krókaaflamarksbáta í ýsu er um 2.518 tonn á fyrsta fjórðungi fiskveiðiársins og hafa þeir þá nýtt um 48,8% krókaaflamarksins í ýsu samanborið  við 48,0% á sama tíma í fyrra. Í heildina þá hafa krókaaflamarksbátar notað 24,3% af heildaraflamarki sínu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár miðað við 25,9% á fyrra ári.

Hægt er að glöggva sig á stöðu afla og aflaheimilda íslenska flotans á yfirstandandi fiskveiðiári með því að  nota  eftirfarandi gagnvirkar síður:


Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner2
Þetta vefsvæði byggir á Eplica