Hlutfall kælimiðils í afla
Fiskistofa birtir hér niðurstöður vigtana m.t.t. íshlutfalls hjá þeim vigtunarleyfishöfum þar sem veiðieftirlitsmenn Fiskistofu hafa viðhaft eftirlit með endurvigtun á tímabilinu 1. september til 31. október 2017.
Taflan hér að neðan sýnir samanburð á vegnu meðalíshlutfalli hvers
vigtunarleyfishafa og íshlutfallinu þegar eftirlit var haft með
vigtuninni.
- Vegið meðalíshlutfall er íshlutfall vigtunar þegar tekið er
tillit til heildarmagns sem vigtað er í öllum vigtunum frá tilteknu
skipi hjá viðkomandi leyfishafa.
- Þessi tala er borin saman við
íshlutfallið þegar eftirlitsmaður er viðstaddur endurvigtun og
mismunurinn í prósentustigum er birtur.
Taflan sýnir einnig heildarafla sem viðkomandi skip landaði hjá vigtunarleyfishafanum á tímabilinu.
Ástæður breytilegs íshlutfalls geta verið margvíslegar. Það er hlutverk Fiskistofu að hafa eftirlit með að vigtun á sjávarafla sé sem réttust. Til þess að rækja það hlutverk sem best beitir Fiskistofa margvíslegum aðferðum og má í því sambandi nefna samvinnu við útgerðir og vinnslur, áhættugreiningu og aðgengi allra að upplýsingum um veiðar og afla.
Skýringar: Blaðsíðutölin á myndinni vísa á gögn um viðkomandi landanir og endurvigtanir í skjalinu hér að neðan. Feitletruðu hlutfallstölurnar sýna í prósentustigum mismuninn á íshlutfalli í aflanum við endurvgtun að viðstöddum eftirlitsmanni í samanburði við meðalísmagn í öllum afla viðkomandi skips sem aðili vigtaði á tímabilinu. Mismunurinn birtist í prósentustigum. Svo dæmi sé tekið er efst á listanum aðili þar sem íshlutfallið í aflanum var að meðaltali 15,94% en við yfirstöðu eftirlitsmanns reyndist það 11,97%. Mismunurinn er 3,97 prósentustig sem íshlutfallið er lægra við yfirstöðu en það var í aflanum að jafnaði á tímabilinu.
Grunngögn um hlutfall kælimiðils hjá vigtunarleyfishöfunum
Í gögnunum eru þær vigtanir þar sem eftirlitsmenn hafa verið viðstaddir auðkenndar með bláum lit en aðrar vigtanir eru sýndar gráar.