Fréttir

Ársskýrsla Fiskistofu 2014

27.3.2015

Ársskýrsla 2014

Árskýrsla  Fiskistofu er nú gefin út í vefútgáfu.  Hægt er að kynna sér efni hennar í stuttu máli eftir málaflokkum með því að velja viðeigandi hnapp á töflunni hér að neðan.

Þeir sem vilja prentvæna PDF-útgáfu einstakra  kafla með fyllri upplýsingum finna þá einnig á viðeigandi undirsíðum sem valdar eru með hnöppunum í töflunni.

Neðst í töflunni er hægt að velja prentvæna PDF-útgáfu  ársskýrslunnar í heild.


Aflayfirlit eftir fyrra helming fiskveiðiársins 2014/2015

Þá hefur Fiskistofa gefið út yfirlit yfir aflabrögð og kvótastöðu eftir fyrri helming fiskveiðiársins 2014/2015.

Heildarafli íslenska flotans frá 1. september sl. til loka febrúar, nam rúmum 646 þúsund tonnum. Til samanburðar var aflinn á sama tíma í fyrra um 501 þúsund tonn. Aukningin í heildarafla milli ára, sem er upp á 29%, skýrist einkum af stórauknum  afla í loðnu miðað við sama tímabil í fyrra.

Aflamarksskip hafa nýtt um 60,5% af aflaheimildum sínum í þorski sem er svipað og í fyrra en hins vegar hafa þau veitt upp í um 58% ýsukvótans samanborið við 47% á fyrra ári.

Afli krókaaflamarksbáta í ýsu var um 5,5 þús. tonn á fyrra helmingi yfirstandandi fiskveiðiárs og hafa þeir þá nýtt um 80,5% krókaaflamarksins í ýsu samanborið  við 72,4% á sama tíma á síðasta fiskveiðiári.  Hins vegar er nýting þorskkvótans hjá þeim í  jafnvægi, þeir hafa veitt upp í um 49% kvótans.

Nánari upplýsingar um  afla og kvótastöðu við mitt fiskveiðiár 2014/2015Skoða ársskýrslu Fiskistofu 2014:

 
 

Stefna


 

Skipurit

 

Fjármál

 

 Veiðileyfi og heimildir


 

Eftirlit á sjó

 

Eftirlit á landi


Hvalveiðar 

Útflutningur

 

Útgáfa vottorða

 

Upplýsingagjöf 


 Lax- og silungsveiði


 

Fiskeldi

 

Meðferð mála

 

Álagning / innheimta

 

Starfsmannamál


 

Starfsmenn 2014

 

Upplýsingatækni


Prentvæn útgáfa

Ársskýrslu 2014


Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica