Fréttir

Góð aflabrögð í grásleppu

14.4.2015

Það sem af er vertíð eru nú kominn á land 1.607 tonn af grásleppu. Þetta er mun meira en á sama tíma á síðustu vertíð en þá höfðu 674 tonn verið landað. Þetta er því aukning upp á 138%.

Alls hafa 148 bátar virkjað leyfi til grásleppuveiða á þessari vertíð. Fjöldi útgefinna leyfa er æði misjafn milli svæða. Aðeins eitt leyfi hefur verið gefið út fyrir svæði B sem er Breiðafjarðarsvæðið en 84 leyfi fyrir svæði E sem nær frá Skagatá austur til Fonts á Langanesi. Á myndinni hér til hliðar má sjá fjölda útgefinna grásleppuveiðileyfa síðustu sex vertíðir og kemur þar skýrt fram hversu fá leyfi hafa verið gefin út fyrir þessa vertíð miðað við vertíðirnar árin 2010 til 2012.  Til að mynda voru 369 leyfi gefin út árið 2011.

Aflahæsti báturinn það sem af er vertíð er Sæborg NS-40 með  46,3 tonn en hann gerir út á svæði E sem er Norðausturland. Næstur í röðinni er Finni NS-21 með 45,4 tonn. Á töflunni hér til hliðar er listi yfir tíu aflahæstu bátanna í grásleppuveiðum á yfirstandandi vertíð og sama tíma á síðustu vertíð.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica