Fréttir

Afli úr deilistofnum 2015

13.5.2015

Afli úr deilistofnum á tímabilinu janúar til apríl 2015

Fiskistofa hefur tekið saman  yfirlit yfir afla fyrstu fjóra mánuði ársins í  norsk-íslenskri síld, makríl, úthafskarfa á Reykjaneshrygg og kolmunna. 

Ágæt aflabrögð í kolmunna

Það sem af er ári hafa íslensk skip veidd 55.487 tonn af kolmunna.  Á sama tíma í fyrra var aflinn 71.788 tonn. Mestur afli á yfirstandandi vertíð er veiddur í lögsögu Færeyja eða 44.736 tonn og í íslenskri lögsögu 9.452 tonn. Aflahæsta skipið í kolmunna á fjórum fyrstu mánuðum ársins er Jón Kjartanson  SU-111 með 11.011 tonn. Næst kemur Hoffell II SU-802 með 6.719 tonn.

Þegar horft er til aflabragða í kolmunna á ofangreindu tímabili síðastliðin ár þá var mestur afli á árunum 2006 til 2009 þegar afli íslensku skipanna fór vel yfir 100 þúsund tonn en mikill niðurskurður var í aflaheimildum árið 2011 og voru þá íslensk skip búin að landa aðeins 1.274 tonnum á áðurnefndu tímabili. Aflinn á þessu ári er því í meðallagi.

Makríll sem meðafli í kolmunnaveiðunum

Íslensk skip hafa undanfarnar vikur verið á kolmunnaveiðum í færeyskri lögsögu eins og kom fram hér að framan. Meðafli af makríl hefur fengist í veiðarfærin en í síðasta mánuði voru það 33 tonn og það sem af er maí er makríl meðaflinn orðinn 80 tonn.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica