Fréttir

Strandveiðar í maí

Aflabrögð í strandveiðum í maí

2.6.2015

Strandveiðibátar kláruðu heimildir á svæði A þann 20. maí sl. Lokunin á svæði A var töluvert seinna á ferð  en á síðasta ári en þá var svæðinu lokað 14 maí. Ástæðan er mun óhagstæðara tíðarfar. Afli í hverjum róðri var þó í betra lagi miðað við undanfarnar vertíðir.

Líkt og á undanförnum vertíðum þá er meðalafli í róðri mestur hjá bátum sem stunda veiðar á svæði A eða 578 kg.  Næst er aflinn á svæði B, 505 kg, svæði D með 491 kg og loks rekur svæði C lestina með 474 kg.

Aflahæsti báturinn á strandveiðunum í maímánuði var Fengur ÞH-207 með 10.594 kg en hann er gerður út á svæði B og Ásdís ÓF-9 með 9.205 kg en hann er einnig gerður út á svæði B. Hér til hliðar má sjá lista yfir tíu aflahæstu strandveiðibátana í maímánuði eftir svæðum.

Þegar horft er til meðalafla í róðri í maí á undanförnum vertíðum þá er meðalaflinn í róðri á yfirstandandi vertíð 529 kg sem mun vera næst mesti meðalafli fyrir þennan fyrsta mánuð strandveiða síðastliðinna sex vertíða. Mestur var meðalaflinn í hverjum róðri árið 2010 sem var annað ár strandveiðanna. Meðalafli í róðri var þá 540 kg  en minnstur var hann árið 2013 eða 462 kg í róðri. Þess má geta að tíðarfar í maí 2013 var óvenju óhagstætt fyrir strandveiðibátana.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica