Fréttir

Afli úr deilistofnum í maí

8.6.2015

Ágætisveiði var í kolmunna í nýliðnum mánuði. Alls veiddu íslensk skip 94.100 tonn af kolmunna í færeyskri lögsögu og 2.404 tonn í íslenskri lögsögu Heildaraflií kolmunna í maí nam því  96.504 tonnum. Það sem af er ári  er kolmunnaaflinn orðinn 151.991 tonn. Hann er heldur minni en á sama tíma í fyrra en þá nam hann 156.206 tonnum. Beitir  NK-123 er aflahæsta skipið á kolmunna með 15.791 tonn og næst kemur Vilhelm Þorsteinsson EA-11 er með 15.695 tonn. 

Beitir-NK-123.-Ljosmyndari-Gudlaugur-B.-BirgissonMakrílveiðar eru ekki hafnar en þó hafa íslensk skip landað tæpum 150 tonnum af makríl sem meðafla úr kolmunnaveiðunum við Færeyjar.  Einnig hafa veiðst fáein tonn af norsk-íslenskri síld á sömu veiðum.

Veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg hófust í maí. Alls lönduðu íslensk skip 768 tonnum. Þetta eru skipin  Örfirisey ER-4 sem landaði 495 tonnum og Mánaberg með 273 tonn.

Skiptingu afla íslenskra skipa í úthafstegundum eftir veiðisvæðum

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica