Fréttir

Strandveiðarnar í júní

Aflahæsti báturinn á strandveiðunum í júnímánuði var Fengur ÞH-207 með 11.571 kg. en hann er gerður út á svæði B. Þess má geta að hann var einnig aflahæstur í maí og er því óvenju fengsæl áhöfn þar um borð.

1.7.2015

Góð aflabrögð voru á strandveiðunum í júní og lokaði Fiskistofa tveimur svæðum fyrir mánaðarmótin. Svæði A var lokað 19. júní og svæði B var lokað 30. júní.

Aflahæsti báturinn á strandveiðunum í júnímánuði var Fengur ÞH-207 með 11.571  kg. en hann er gerður út á svæði B. Þess má geta að hann var einnig aflahæstur í maí og er því óvenju fengsæl áhöfn þar um borð. Næstur kemur Lundey ÞH-350 með 11.547 kg. en hann er einnig gerður út á svæði B. Hér til hliðar má sjá lista yfir tíu aflahæstu strandveiðibáta það sem af er vertíðar.

 Þegar horft er til meðalafla í róðri það sem af er strandveiðivertíðar, þá er meðalaflinn í róðri á yfirstandandi vertíð 560 kg. Þetta er hæsti meðalafli í strandveiðum tveggja fyrstu mánaða að fyrsta ári strandveiða frátöldu.

 Meðalaflinn er mestur að venju á svæði A eða 609 kg.  Næst er aflinn á svæði B 571 kg. svæði C með 522 kg. og loks rekur svæði D lestina með 500 kg.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica