Fréttir

Afli úr deilistofnum í júní

3.7.2015

Nokkuð dró úr veiðum á kolmunna í nýliðnum mánuði. Alls nam afli  íslenskra skipa 28.277 tonn. Nánast allur aflinn var fenginn úr  færeyskri lögsögu eða rúm 27 þúsund  tonn og í íslenskri lögsögu 1.222 tonn.  Það sem af er ári  er kolmunnaaflinn orðinn 182.692 tonn. Hann er heldur meiri en á sama tíma í fyrra en þá nam hann 168.010 tonnum. Jón Kjartansson  SU-111 er aflahæsta skipið á kolmunna með 19.269 tonn og næst kemur Beitir NK-123 með 18.924 tonn. 

Makrílveiðar hófust undir lok mánaðarins og lönduðu íslensk skip rúmum 4.200 tonnum. Stærsti makrílfarmurinn sem kom á land var hjá Huganum VE- 55 sem landaði 741 tonni í Vestmannaeyjum þann 26. júní sl..

Veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg er lokið. Alls lönduðu íslensk skip 2.128 tonnum. Aflahæstu skipin á úthafskarfaveiðunum er Oddeyrin EA-210 sem landaði 618 tonnum og Mánaberg ÓF-42 með 543 tonn.
Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica