Fréttir

Sameiginlegt eftirlit Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu

Fiskveiðieftirlit Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu 2015

7.7.2015

Í sumar hafa Landhelgisgæslan og Fiskistofa unnið líkt og undanfarin ár að sameiginlegu fiskveiðieftirliti. Að þessu sinni fór eftirlit fram dagana 18. júní til 1. júlí bæði á grunn- og djúpslóð, umhverfis Ísland. Farið var með varðskipinu Þór og fóru eftirlitsmenn Fiskistofu um borð í báta til að kanna afla, aflasamsetningu, veiðarfæri, afladagbækur og annað sem tilheyrir veiðieftirliti.

Alls var farið um borð í 38 báta, þar af 31 strand-veiðibát, 2 línubáta, 2 grásleppubáta, dragnótar-bát, humarbát og rækju-bát. Gerðar voru 5 brota-skýrslur og voru þær allar vegna afladagbókarbrota, en í þremur tilvikum var afladagbók ekki um borð og í tveimur tilvikum vantaði að skrá róður/róðra í afladagbók. Einnig fóru fram lengdar-mælingar í 8 bátum.

Mældir fiskar/rækjur voru 1738 og leiddi það til tveggja skyndilokana, til verndar smáfiski. Þar sem sameiginlegu fiskveiðieftirliti er ekki lokið þetta árið verður nánari samantekt gerð um leið og því lýkur.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner6
Þetta vefsvæði byggir á Eplica