Sameiginlegt eftirlit Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu
Fiskveiðieftirlit Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu 2015
Í sumar hafa Landhelgisgæslan og Fiskistofa unnið líkt og undanfarin ár að sameiginlegu fiskveiðieftirliti. Að þessu sinni fór eftirlit fram dagana 18. júní til 1. júlí bæði á grunn- og djúpslóð, umhverfis Ísland. Farið var með varðskipinu Þór og fóru eftirlitsmenn Fiskistofu um borð í báta til að kanna afla, aflasamsetningu, veiðarfæri, afladagbækur og annað sem tilheyrir veiðieftirliti.
Alls var farið um borð í 38 báta, þar af 31 strand-veiðibát, 2 línubáta, 2 grásleppubáta, dragnótar-bát, humarbát og rækju-bát. Gerðar voru 5 brota-skýrslur og voru þær allar vegna afladagbókarbrota, en í þremur tilvikum var afladagbók ekki um borð og í tveimur tilvikum vantaði að skrá róður/róðra í afladagbók. Einnig fóru fram lengdar-mælingar í 8 bátum.
Mældir fiskar/rækjur voru 1738 og leiddi það til tveggja skyndilokana, til verndar smáfiski. Þar sem sameiginlegu fiskveiðieftirliti er ekki lokið þetta árið verður nánari samantekt gerð um leið og því lýkur.