Fréttir

Afli úr deilistofnum í júlí

13.8.2015

Kraftur hljóp í makrílveiðar íslenskra skipa í júlímánuði og lönduðu íslensk skip 58.569 tonn í mánuðinum. Allur aflinn fékkst úr íslenskri lögsögu. Afli íslenskra skipa fyrstu sjö mánuði ársins var 63,8 þúsund tonn sem er tæpum 5 þúsund tonnum minni afli  en á sama tíma í fyrra.

Aflahæsta skipið á makrílveiðunum fyrstu sjö mánuðina er Aðalsteinn Jónsson SU-11 með 4.369 tonn og Heimaey VE-1 kemur næst með 4.250 tonn.

Kolmunnaafli íslenskra skipa í júli var 3.394 tonn og er kolmunnavertíðinni lokið þetta árið. Heildarkolmunnaafli íslenskra skipa er nú orðinn 186 þúsund tonn sem er 3 þúsund tonnum meiri afli en afli síðasta árs.

Veiðar á síld úr norsk-íslenska síldarstofninum eru ekki komnar af stað. Sá afli sem landað var í júli nam rúmlega 1 þúsund tonnum og hefur hann komið sem meðafli í öðrum uppsjávarveiðum.
Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica