Fréttir

Fiskveiðieftirlit Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu 2015

31.8.2015

Eins og fram kom í frétt á vef Fiskistofu þann 7. júlí s.l. þá unnu Fiskistofa og Landhelgisgæslan að sameiginlegu fiskveiðieftirliti dagana 18. júní til 1. júlí bæði á grunn- og djúpslóð, eins og undanfarin ár. Áætlað var að sinna aftur slíku eftirliti seinna í sumar en ekkert varð af vegna hinna ýmsu ástæðna. Samstarf Fiskistofu og Landhelgisgæslunnar hefur verið með besta móti þegar kemur að fiskveiðieftirliti á sjó og eru miklar vonir bundnar við slíkt samstarf í framtíðinni, sérstaklega eftir að Landhelgisgæslan fékk strandgæslubátinn Óðinn afhentan.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica