Fréttir

Strandveiðar 2015

8.9.2015

Útgefnum leyfum fer fækkandi

Alls voru gefin út 648 leyfi til strandveiða á nýafstaðinni vertíð. Þetta er tveimur leyfum færra en á síðasta ári og 31 leyfum færra en á vertíðinni 2013. Flest voru þau gefin út fyrir vertíðina 2012 eða 761 talsins.

 
Þorskur 89% af afla strandveiðibáta

Heildarafli strandveiðibáta á vertíðinni var 8.568 tonn í 14.942 löndunum. Alls veiddu strandveiðibátar á vertíðinni 7.643 tonn af þorski (89,2%). Næst mest var veidd af ufsa eða 773 tonn sem er 9,0% af heildarafla. Afli í öðrum tegundum var óverulegur eða 1,8% af heildinni. Alls komu 17 tegundir fiska á króka strandveiðibátanna á þessari vertíð.

 

Meðalafli í róðri aldrei meiri

Frá því að strandveiðar hófust vorið 2009 hefur meðalafli í róðri aldrei verið meiri en á nýliðinni vertíð. Meðalaflinn var 575 kg. sem er litlu meiri afli en á fyrstu vertíðinni en þá var aflinn 572 kg.  Í fyrra var hann 531 kg. og jókst hann því um rúm 8% milli vertíða.

Svæði A, sem er svæðið frá Eyja- og Miklaholtshrepp til Súðavíkurhrepps, gaf mestan meðalafla i róðri á nýliðinni vertíð eða 612 kg. Næst komu bátar sem voru á svæði C með 605 kg. þá svæði B með 575 kg. og svæði D rak svo lestina með 467 kg.

 

Hulda SF-197 aflahæstur strandveiðibáta

Hulda SF-197 (7940) sem gerður er út frá Hornafirði var aflahæsti báturinn á nýliðinni strandveiðivertíð með rúm 40 tonn. Næst kom Sæunn SF-155 (7180) sem einnig er gerður út frá Hornafirði með tæp 39 tonn og og Fengur ÞH-207 (2125) frá Grenivík með 38,5 tonn. Listi yfir tuttugu aflahæstu bátanna á vertíðinni má sjá í töflunni hér til hliðar.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica