Fréttir

Bráðabirgðahúsnæði á Akureyri

17.9.2015

Undirbúningur fyrir opnun höfuðstöðva Fiskistofu á Akureyri er nú í fullum gangi en eins og fram hefur komið munu höfuðstöðvar stofnunarinnar flytjast norður 1. janúar 2016.

Ljóst er að starfsstöð sú sem Fiskistofa hefur haft á Akureyri til margra ára rúmar ekki fleiri starfsmenn en þar voru fyrir og var því leitað að húsnæði til bráðabirgða til að bregðast við fjölgun starfsmanna nú og á næstu mánuðum.  Þann 14. september sl. var undirritaður samningur við Reiti fasteignafélag hf. um leigu á skrifstofuhúsnæði að Norðurslóð 4 á Akureyri sem í daglegu tali er nefnt Borgir. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða og er húsnæðið leigt til og með 31. mars á næsta ári.

Jafnframt er unnið að undirbúningi þess að auglýsa eftir framtíðarhúsnæði fyrir höfuðstöðvar Fiskistofu á Akureyri í samstarfi við Framkvæmdasýslu ríkisins.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica