Fréttir

Afli erlendra skipa 2015

19.10.2015

Færeyskir línu- og krókabátar veiddu á fyrstu níu mánuðum ársins tæp 4.475 tonn af botnfiski í íslenskri lögsögu. Þetta er nokkuð minni afli miðað við árið í fyrra. Á sama tíma á síðasta ári var botnfiskafli Færeyinga hér við land 4.981 tonn. Þorskaflinn er orðinn 1.102 tonn en á sama tíma í fyrra var hann 1.259 tonn. Þess má geta að heimildir færeyskra skipa til þorskveiða innan íslenskrar lögsögu eru 1.200 tonn eins og undanfarin ár og hafa þau því nýtt tæp 91,8% aflaheimilda í tegundinni á yfirstandandi ári. Af öðrum tegundum má nefna að færeyskir bátar hafa veitt 985 tonn af ýsu og 1.084 tonn af löngu á þessu ári.

YsaAflahæsti báturinn í botnfiski á þessari vertíð er Sandshavið með 680 tonn og Sigmund með 656 tonn en alls hafa tuttugu færeyskir línubátar komið til veiða í íslenskr landhelgi á árinu.

Loðnuafli færeyskra skipa á árinu er 30.095 tonn og kolmunnaaflinn er 2.766 tonn.

Norskir bátar hafa veitt 1.005 tonn á yfirstandandi vertíð, þar af er afli í löngu 250 tonn og keiluaflinn er 198 tonn. Loðnuafli norskra skipa er 50.571 tonn á vertíðinni. Þá hafa grænlensk skip veitt 38.600 tonn af loðnu. Aflahæsta grænlenska skipið er Ilivileq með 4.871 tonn og Polar Nanoq 4.151 tonn.

Hér má skoða nánar skiptingu afla erlendra ríkja eftir tegundum og mánuðum, bæði aflatilkynningar til Landhelgisgæslunnar og nýjustu löndunartölur.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica