Fréttir

Fiskistofa flytur

4.1.2016

Þann 29. júlí 2015 ákvað Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar frá og með 1. janúar 2016. Í samræmi við ákvörðun ráðherra hefur Fiskistofa opnað höfuðstöðvar í Borgum við Norðurslóð á Akureyri.

Í höfuðstöðvunum starfa nú 8 manns á skrifstofu og 4 veiðieftirlitsmenn eru með starfsstöð í Oddeyrarskála.

Á næstu dögum mun Framkvæmdasýsla ríkisins auglýsa eftir framtíðarhúsnæði fyrir höfuðstöðvar Fiskistofu en stefnt er að því að flytja í það með vorinu þar sem allir starfsmenn stofnunarinnar á Akureyri verða undir sama þaki ásamt Verðlagsstofu skiptaverðs en þar eru þrír starfsmenn.

Viðskiptavinir Fiskistofu munu lítið verða varir við þessar breytingar til að byrja með, heimilisfangi stofnunarinnar verður ekki breytt fyrr en höfuðstöðvarnar eru komnar í framtíðarhúsnæði og afgreiðsla Fiskistofu verður áfram í starfsstöðinni í Hafnarfirði.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica