Fréttir

Afli úr deilistofnum í janúar og febrúar 2016

4.3.2016

Fiskistofa hefur tekið saman yfirlit yfir afla fyrstu tvo mánuði ársins úr deilistofnum þeim sem íslensk skip veiða úr samkvæmt samningum við önnur ríki. 

Góð aflabrögð í kolmunna

Það sem af er ári hafa íslensk skip veitt 46.965 tonn af kolmunna.  Á sama tíma í fyrra var aflinn hins vegar aðeins 12.427 tonn. Mestur afli á yfirstandandi vertíð er veiddur í lögsögu Færeyja eða 43.169 tonn og í íslenskri lögsögu 2.423 tonn. Aflahæsta skipið í kolmunna það sem af er vertíðinni er Venus NS-150 með 8.053 tonn. Næst kemur Börkur NK-122 með 6.014 tonn og Jón Kjartansson SU-111 með 5.715 tonn.

Þegar horft er til aflabragða í kolmunna á ofangreindu tímabili síðastliðin ár þá er hann meiri á yfirstandandi tímabil en nokkru sinni áður.

Kolmunni_mynd

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner3
Þetta vefsvæði byggir á Eplica