Fréttir

Veiðar erlendra skipa 2016

15.4.2016

Færeysk og norsk skip stunduðu loðnuveiðar innan lögsögunnar á fyrstu mánuðum ársins líkt og undanfarin ár. Alls lönduðu fimm færeysk loðnuveiðiskip afla af íslandsmiðum, alls 8.767 tonnum. Aflahæsta skipið var Norðborg með 2.664 tonn og Finnur Fríði með 2.131 tonn. Á vertíðinni lönduðu norsk loðnuveiðiskip 59.382 tonn. Alls stunduðu 66 norsk skip veiðar hér við land á nýliðinni vertíð og var Kvannöy aflahæst með 1.971 tonn og Rödholmen með 1.831 tonn. Norsku skipin lönduðu all 21.849 tonn í íslenskum höfnum eða 37% loðnuaflans sem þeir öfluðu hér við land..

Eitt grænlensk skip, Polar Amaroq hefur aflað loðnu á Íslandsmiðum á þessari vertíð og var samanlagður afli þess  á tveimur fyrstu mánuðum ársins 3.547 tonn í fimm löndunum. Allar voru þessar landanir á Neskaupsstað.

Veiðar færeyskra línubáta hófust í mars sl.  Alls lönduðu fjórir bátar botnfisk í íslensku lögsögunni. Aflahæstur var Sandshavið með 179,6 tonn. Alls veiddu færeysk skip 79 tonn af þorski og 173 tonn af ýsu

Einn norskur línubátur stundaði veiðar hér við land í febrúar. Það var Geir II sem veiddi 157 tonn af keilu, 110 tonn af löngu og 59 tonn af þorski.

Skipting afla erlendra ríkja við Ísland eftir tegundum og mánuðum á gagnvirkri síðu Fiskistofu

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner4
Þetta vefsvæði byggir á Eplica