Fréttir

Óstaðfest að regnbogasilungur hafi sloppið úr eldi í Önundafirði

15.6.2016

Í tilefni frétta um það að staðfest sé að regnbogasilungur hafi sloppið úr sjókví fyrirtækisins ÍS-47 í Önundafirði vill Fiskistofa koma eftirfarandi á framfæri. Í samskiptum Fiskistofu við Matvælastofnun í gær kom fram að fiskur hefði sloppið úr kví fyrirtækisins.

Taldi Fiskistofa að það væri staðfest, en svo er ekki. Í samskiptum Fiskistofu við aðila hjá ÍS-47 kom fram að ekkert hafi komið fram í starfsemi fyrirtækisins sem gefi tilefni til að ætla að fiskur hafi sloppið.

Ábending barst Fiskistofu um það að regnbogasilung væri að finna í sjó í Önundafirði en það hefur ekki fengist staðfest. Fiskistofu þykir miður að rangar upplýsingar hafi farið í fréttir.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner1
Þetta vefsvæði byggir á Eplica