Fréttir

Grásleppuveiðar 2016

30.6.2016

Það sem af er vertíð eru komin á land 4.979 tonn af grásleppu. Þetta er nokkuð minni afli en á sama tíma á síðustu vertíð en þá höfðu 5.484 tonnum verið landað.

Í stöplaritinu hér til hliðar má sjá grásleppuafla síðastliðnar fimm vertíðir fram til 24. júní síðustu vertíða.

Alls hafa 245 bátar sótt um leyfi til grásleppuveiða á þessari vertíð. Fjöldi útgefinna leyfa er æði misjafn milli svæða. Aðeins sex leyfi hafa verið gefin út fyrir svæði G sem er suðurland frá Hvítingum að Garðsskaga en 94 leyfi fyrir svæði E sem nær frá Skagatá austur að Fonti á Langanesi. Þetta eru mun færri leyfi en gefin voru út á allri síðustu vertíð en þá voru þau 320 talsins eða 75 fleiri en á yfirstandandi vertíð. .

Það sem af er vertíð er Helga Sæm ÞH-78  aflahæst með  68,4 tonn en hún er gerð út á svæði E sem er Norðausturland. Næstur í röðinni er Máni ÞH-98 með 65,6 tonn. Á myndinni hér til hliðar má sjá tíu aflahæstu báta vertíðarinnar og einnig tíu aflahæstu báta síðustu vertíðar fram til 24. júní.

Til baka Senda grein

Finna skip

Tungumál síðu
banner5
Þetta vefsvæði byggir á Eplica